Heilbrigt líf - 01.06.1942, Blaðsíða 100
leysast sundur. Þessi efni síast þá inn í blóð sjúklingsins
ogSoerast með því út um líkamann. Þau hafa síðan óholl
áhrif á ýmis líffæri og valda sjúkdómseinkennunum,
breytilegum eftir því, hver sýkillinn er.
Það lætur að líkum, að'því meiri, sem er fjöldi þeirra
sýkla, er fá næði til að þróast, því meiri verður eiturfram-
leiðslan og sýkingin þyngri. En þetta er aðeins önnur
hlið málsins. Það er alkunnugt, að sóttir leggjast misþungt
á fólk. Sumir sýkjast alls ekki, þótt farsótt gangi, aðrir
veikjast lítillega, en aðrir þungt. Þetta stafar að nokkru
af ónæmi, en að nokkru af mikilli eða lítilli sjúkdóms-
hneigð. Sjúkdómshneigðin getur verið mörgum atriðum
háð, svo sem líkamsbyggingu, en þó einkum varnaröflum
líkamans, lækninum í líkamanum.
Líkaminn bregzt á ýmsan hátt við þeirri ertingu, er
hann verður fyrir af völdum sýkla eða sýklaeiturs. Venju-
lega hækkar líkamshitinn, og stundum mjög mikið. Þótt
ýmis óþægindi fylgi hitanum, er hann að vissu leyti æski-
legur, því að margir sýklar eru í rauninni mjög viðkvæmir
fyrir hitabreytingum. Oft er það svo, að sýklar, sem þríf-
ast bezt og fjölgar mest við líkamshita eða 37 stig, þola
illa 40 stiga hita, og fjölgar þá miklu síður. Þess vegna er
alls ekki víst, að það sé holl ráðstöfun að gefa sjúklingi
með hitasótt lyf, sem lækka hitann, enda þótt hann kunni
að vera allhár. Það getur miklu fremur orðið til meins,
með því að svo getur farið, að lækkun hitans veiti sýkl-
unum enn betri lífsskilyrði.
Oft er gripið til þess, ef sjúklingar fá kveisu og niður-
gang, að gefa þeim „stoppandi“ lyf, sem kallað er. En því
fer fjarri, að þetta sé alltaf rétt. Hitt er sennilega oftar,
að niðurgangurinn stafar af því, að sýklar hafi komizt í
innyfli eða þarma, og framleiði þar skaðleg efni, sem erta
slímhúð innyflanna. Slímhúðin svarar með því að gefa frá
sér slím og vökva úr kirtlum sínum. Samtímis draga
98
Heilbrigt líf