Heilbrigt líf - 01.06.1942, Síða 101
innyflavöðvarnir sig duglega saman og tæma úr þörmun-
um þunnar hægðir, sem mora af sýklum, ýmist ánetjuðum
í slími eða á floti í vökvanum. Sé þetta heilsusamlega and-
svar af hálfu innyflanna heft með ópíum eða öðrum
stemmandi lyfjum, fær sýklaherinn enn betra næði til að
mynda eiturefni, og skyldi því enginn setja upp undrunar-
svip, þótt læknar ráðleggi oft laxerolíu í svæsnasta niður-
gangi, í stað ópíumsdropa.
Hér er þess enginn kostur að gera grein fyrir, hversu
læknirinn í líkamanum hjálpar honum til að sigrast á
sýklum, hvernig hvítu blóðkornin króa þá inni og éta þá
upp til agna, ef vel gengur, hvernig ónæmi myndast gegn
sýklum, né heldur, hvernig læknavísindin geta aðstoðað
í þessum efnum. En rétt er að fara nokkrum orðum um,
hvar ýmissa sýkla er helzt von, og, hvernig þeir berast á
menn og í.
Þess var fyrr getið, að bakteríur væru nálega á hverju
strái, í lofti, á láði og í legi. En mjög mikill hluti þeirra er
meinlaus með öllu, og margar þeirra eru raunar hinar
gagnlegustu lífinu í heild sinni. Sýklar geta hins vegar
verið hinir mestu vágestir, svo sem drepið var á.
1 mold og jarðvegi geta leynzt stífkrampasýklar, eink-
um þar, sem mikið er um húsdýraáburð eða fugladrit.
Fullyrða má, að stífkrampi sé miklu sjaldgæfari hér nú
en erlendis. En þótt svo sé, er rétt að muna eftir honum,
ef gróðurmold fer í marin eða tætt sár, og láta lækni búa
um sárin. Það tíðkast sums staðar, t. d. í Vestmannaeyjum,
að læknar dæli í varnarskyni stífkrampablóðvatni í sjúkl-
inga, sem svo er ástatt um. Miltisbrandssýklar geta lifað
lengi í mold, t. d. þar, sem gripur, sem drepizt hefir úr
miltisbrandi, er grafinn. Dæmi eru til þess, að miltisbrand-
ur hafi gosið upp á bæjum eftir uppgröft á stað, þar sem
sýkt skepna hefir áður verið grafin, jafnvel fyrir mörg-
um árum. Sýklar þessir mynda svonefnda spora, sem þola
Heilbrigt líf
99