Heilbrigt líf - 01.06.1942, Side 102
marga raun, og geta orðið að skaðvænum sýklum á nýjan
leik, ef þeir berast aftur í dýr, og fá þar vænleg lífs-
skilyrði.
Ætíð má finna ýmsar bakteríur í brunnvatni, ám, lækj-
um, vötnum og í sjó, en ýmsir sýklar geta einnig þrifizt
þar. Má þar einkum nefna taugaveikisýkilinn, en einnig
kólerusýkilinn. í þessu sambandi er vert að minnast á
sýklabera. Fólk getur borið í sér sýkla, án þess að vera
veikt, t. d. taugaveikisýkla. Sýklarnir ganga niður af því
með hægðunum og geta þá lent á ýmsum stöðum eins og
gengur, meðan land vort hefur ekki eignazt salernamenn-
ingu. Sýklarnir geta runnið með yfirborðsvatni í brunna,
sem eru illa úr garði gerðir, í ár eða læki, sem neyzlu-
vatn er tekið úr, og borizt með því móti á næsta bæ. Á
þennan hátt getur taugaveikifaraldur gosið upp og
breiðst út.
Ýmis matvæli geta orðið gróðrarstía fyrir sýkla, eink-
um mjólk. Helztu sýklar, sem berast með mjólk, eru
sýklarnir, sem valda taugaveiki, blóðsótt eða blóðkreppu-
sótt, skarlatssótt, hálsbólgu, eyrnabólgu, berklum og barna-
veiki. Enginn þarf að láta sér detta í hug að fá mjólk,
sem sé aiveg laus við bakteríur, en tilviljun ein getur ráðið
því, hvort sýklar eru í henni eða ekki. Meðan mjólkað er,
berast bakteríur af kýrspenanum í mjólkina, en einnig af
höndum mjaltakonunnar. Bakteríur eru í mjólkurílátun-
um og í fjósaloftinu. Komist sýklar í mjólkina, getur
hlotizt af því víðtæk sýking meðal neytendanna, og hefir
það oft átt sér stað í þéttbýli, þar sem mjólk er hellt sam-
an frá mörgum stöðum. Til öryggis hefur því verið gripið
til þess ráðs að gerilsneyða neyzlumjólk í bæjum með því
að hita hana. Völ er á tækjum til að hita mjólk í þessu
skyni, án þess að næringargildi, hollusta eða meltanleiki
hennar þurfi að spillast við það, hvort sem fullorðnir eða
börn eiga í hlut.
100
Heilbrigt líf