Heilbrigt líf - 01.06.1942, Síða 103
Hitun mjólkur eða gerilsneyðing hefir sætt allmikilli
mótspyrnu, bæði hér og annars staðar. En augu manna
opnast æ betur fyrir þeirri hættu, sem stafað getur af
óhifaðri nýmjólk, og gildir þar raunar einu máli, hvort
hún er nefnd kaldhreinsuð mjólk, barnamjólk eða eitt-
hvað annað. Fullkomið öruggi neytenda verður aðeins
tryggt með því að gerilsneyða alla mjólk og rjóma, enda
sé þess gætt, að hitunartækin séu í fullkomnu lagi, svo
að um örugga gerilsneyðingu sé að ræða, að því er sýldana
varðar.
Svíar hafa lagt blátt bann við sölu óhitaðrar mjólkur
síðan 1. júlí 1939. í Danmörku hefur málið átt erfiðara
uppdráttar, og einn helzti frömuður Dana á þessu sviði,
prófessor Orla Jensen, spáði því eigi alls fyrir löngu, að
heil kynslóð af barnalæknum þyrfti að deyja, áður en
þessi lausn fengist þar í landi.
Til þess að gera ljóst, hvílíkur voði getur stafað af
óhitaðri mjólk eða illa gerilsneyddri, er rétt að taka tauga-
veiki sem dæmi. Gerum ráð fyrir, að misþrifinn sýklaberi
annist mjaltir á kúabúi, og að sýklar frá honum komist í
mjólkina. Henni er síðan hellt saman við aðra mjólk frá
þessu kúabúi, og loks fer enn meiri blöndun fram áf mjólk-
urstöð í stórbæ, áður en mjólkin kemst til neytendanna.
Meðgöngutími taugaveiki getur verið allt að þrem vikum.
Allan þann tíma geta sýklarnir borizt dag eftir dag
í þúsundir manna, án þess að á neinu beri. Síðan gýs upp
faraldur, og enginn veit um upptökin. Þetta dæmi ætti að
nægja til að rökstyðja þá kröfu, að öll mjólk og rjómi,
sem seld er í þéttbýli, sé gerilsneydd svo vel, að öruggt sé.
í loftinu er oftast mikið af bakteríum, einkum í þéttbýli,
og sýklar geta verið þar líka. Þeir geta loðað við rykkorn-
in í loftinu, sem þyrlast um fyrir veðri og vindi, og borizt
með þeim í öndunarfærin. Sem dæmi má nefna berkla-
sýkilinn. Hann getur haldið lífi furðu lengi utan líkam-
Heilbrigt líf
101