Heilbrigt líf - 01.06.1942, Page 104
ans, í raka, sorpi og hrákum, og hið sama gildir um sýkil
þann, er veldur barnaveiki. Berklasjúklingar verða því að
gæta sérstakrar varúðar með uppgang sinn.
Þegar minnst er á sorp, er rétt að fara nokkrum orðum
um rottur og flugur, sem geta flutt sýkla víðs vegar. Sorp-
hreinsun er víða mjög áfátt. Sorpílátin eru oft illa gerð
og of sjaldan tæmd, að minnsta kosti á sumrin. Oft má
finna ýldudaun og rotnunarlykt leggja úr húsagörðum á
Flugufótur, sem
hefir stigið
niður í hráka.
sumrin, og sjá flugurnar sveima í þéttum fylkingum yfir
krásunum í sorpílátunum, þar sem þær klekjast út. Þaðan
fljúga þær inn um gluggana, taka þátt í kaffiboðum og
virðast hafa beztu lyst á vínarbrauðum, sætindum og
raunar öllu, sem á borð er borið. Er óþarft að lýsa, hve
nærgöngular þær eru, en hættan, sem af þeim stafar, get-
ur verið talsverð, að ógleymdu því, hversu ógeðslegt er að
sjá þær í húsum sínum, í brauðsölubúðum og matvöru-
verzlunum.
Það er í sjálfu sér lofsvert að eitra fyrir rottur og kaupa
102 Heilhrigt líf
Húsfluga.