Heilbrigt líf - 01.06.1942, Page 105
:sér flugnaveiðara. En leggja ber áherzlu á, og hana ríka,
að afnema klakstöðvar fyrir flugur í hálfúldnu sorpi fyrir
ntan stofugluggana, og eigi síður ber að afnema hina bú-
mannslegu tvínotkun sorpsins, sem fólgin er í því, að stríð-
ala á því rottur í útjöðrum bæjanna á eftir. Eins og nú
standa sakir, ber að ganga ríkt eftir því, að öllu rusli og
úrgangi sé brennt í húsunum, og, að ekkert sé sett í sorp-
Smásjármynd af bakteríum, þ. á. m. berklasýklum á flugufætinum.
ílátin nema gjall og aska. Mun þá bæði flugum og rottum
þykja nokkru þrengra fyrir dyrum.
Þegar hitaveitan kemur, skapast nýtt vandamál einmitt
á þessu sviði í Reykjavík, því að fjöldi fólks hér í bæ
brennir öllu, sem brunnið getur. En, þegar menn hætta að
taka upp eld í húsum sínum, verður eigi hjá því komizt,
að bærinn setji á stofn allsherjar brennslustöð fyrir sorp-
ið, og er nauðsynlegt, að mál þetta sé rannsakað þegar í
stað. Rétt er að benda á í þessu sambandi, að mikill áburð-
Heilbrigt líf
103