Heilbrigt líf - 01.06.1942, Síða 107
Dr. Karl Kroner:
DAUÐADÁ
Það á sér stað, að langt leiddur sjúklingur biður lækn-
inn að opna sér æð eftir andlátið, af ótta við kviksetningu.
Slíkur kvíði er ekki óalgengur, og eiga ýmsar ýktar og af-
bakaðar sögusagnir sinn þátt í að ala á honum. Einstöku
skáldsöguhöfundar og málarar hafa jafnvel gert slíkar
hugmyndir að viðfangsefni sínu. En læknar ættu að gefa
þessu efni meiri gaum, en áður. Hefir það ekki einasta
lífeðlisfræðilega og klíniska þýðingu, heldur snertir það
og réttarlæknisfræðina.
Ekki kemur til nokkurra mála, að þeir menn verði kvik-
settir, sem deyja á sóttarsæng úr þungum eða langvinnum
sjúkdómi, og þarf það naumast nánari skýringar við. Eng-
inn vafi kemur til greina, þegar lífið fjarar út vegna
krabbameins, berklaveiki, ellihrumleika eða þess háttar
sjúkdóma. Læknirinn er þá ætíð viss í sinni sök við lík-
skoðunina. Ótti við kviksetningu er því ástæðulaus við
venjulegar dánarorsakir, þegar menn verða sóttdauðir.
Öðru máli gegnir við voveiflegan skyndidauða, og þá
einkum við drukknun eða við rafmagnsslys, þegar maður
snertir háspennulínu eða kemst óvart í samband við hana.
Líka koma eitranir til greina, og þegar maður verður úti.
Þá getur stundum leikið nokkur vafi á, hvort enn leynist
lífsneisti með hinum slasaða.
Helztu dánareinkenni, sem læknirinn venjulega styðst
við, er stöðvun á öndun og hjartastarfsemi. Þó eru þessi
einkenni einsömul ekki fullgild sönnun um, að maðurinn sé
Heilbrigt líf
105