Heilbrigt líf - 01.06.1942, Qupperneq 109
höfundurinn Dietrich getur þess, að ekki verði villzt á
dauðadái og raunverulegum dauða, nema þegar tekur fyrir
öndun og blóðrás af voveiflegum atvikum (Allg. Patho-
logie, 1933). Annar höf. (Ribbert-Hamperl) getur þess,
að lífgunartilraunir eftir áverka af rafmagni geti borið
furðumikinn árangur, vegna þess að hjartastarfsemin sé
ekki ætíð slokknuð, þó að maðurinn sé í dái.
Ziegler ritar nánar um þetta efni, en aðrir höfundar
(Allg. Pathologie, 1905). Hann tekur svo til orða, að dauð-
ann beri fyrst að garði á þrem stöðum í líkamanum,
þ. e. a. s. í hjartanu, lungunum og heilanum, en upp úr
því deyi líkaminn í heild sinni. Ekkert líffæri geti lifað
nema skamma stund, ef öndunin stöðvist. Um dauðadá
kemst hann þó svo að orði: „Dauðadá stendur að jafnaði
stutt, en getur þó haldizt klukkustundum saman eða leng-
ur“. Eftirfarandi atvik staðfestir þessa skoðun.
Fyrir 15 árum vildi það til í nánd við þýzka stórborg,
að kona fannst úti í skógi að vetrarlagi, og virtist hún
önduð. Læknir var sóttur, og hugði hann ekki líf með
konunni. Á hinn bóginn var allt í óvissu um dánarorsök-
ina. Það gat verið, að konan hefði orðið úti með venjuleg-
um hætti. En líka gat sjálfsmorð eða glæpsamlegur til-
verknaður komið til greina. Konan var því flutt í líkhús
til lögreglu- og réttarfræðilegrar rannsóknar. Eftir nokkra
stund fór að sjást lífsmark með konunni, og tókst upp úr
því lífgun, þannig að hún náði sér til fulls.
Þannig lá í þessu máli, að konan ætlaði að fyrirfara
sér, og tók í því augnamiði inn bæði morfín og verónal
(svefnlyf). Að svo búnu lagðist hún á köldu vetrarkveldi
í runna nokkurn, svo að hún fyndist ekki lifandi. En það
fór á aðra leið.’ I líkhúsinu var frostlaust, og nægði sú
hlýja til þess að koma andardrættinum sjálfkrafa af stað
á ný, enda hefir eitrið þá verið að miklu leyti út skilið úr
Heilbrigt. líf
107