Heilbrigt líf - 01.06.1942, Page 110
líkamanum. En dauðadáið, vegna eitrunar og kulda, hefir
vafalaust staðið í margar klukkustundir.
Það er vitanlegt, að kuldinn út af fyrir sig dregur mjög
úr lífsaflinu, og má benda á vetrardá híðbjarnarins, sem
er hliðstætt dauðadái af fyrr nefndum orsökum (hiberna-
tion). Líka vill til, að dýr vakni af vetrarsvefni, þegar
hlýnar venju fremur í veðri. En þau falla í dá á ný, þegar
kólnar aftur.
Atvik þetta — þegar konan var lífguð, þótt komin væri
miklu nær dauða en lífi — er ekki óáþekkt því, sem á sér
stað um indverska fakíra. Þessa menn má grafa lifandi
dögum saman í djúpri sjálfs-dáleiðslu. Ekki er vitanlegt,
að nákvæmar rannsóknir á sjúkrahúsi hafi verið gerðar á
þessum mönnum. Mætti m. a. mæla öndunarhreyfingar,
og líka rafmagnsstrauma frá hjartanu, þ. e. a. s. hjarta-
rafrit. Slíkar athuganir myndu leiða lífsmörk í ljós.
1 hinni miklu styrjöld, er nú geisar, hefir mönnum einatt^
verið bjargað úr rústum með mjög óljósu lífsmarki eftir
loftárásir, en lífgun þó tekizt.
Hvernig á nú að gera sér grein fyrir því, að maður skuli
geta raknað við úr dauðadái? Að jafnaði er við því búizt,
að dauðinn láti ekki á sér standa, þegar öndun er úti og
blóðrásin stöðvast. Á hinn bóginn sýnir reynslan, að þegar
tekst að endurlífga drukknaða menn, hefja lungun og >
hjartað starf sitt á ný, jafnvel eftir kyrrstöðu í nokkrar
klukkustundir.
Nú er spurningin, hvernig megi útskýra þessa ráðgátu.
Þegar talað er um dauða, er átt við venjuleg lífsmörk
líkamans í heild. En þó að þau geri ekki vart við sig, geta
einstakir holdvefir eða líffæri verið með lífi, án þess að
bæra á sér. Þau geta lifað æði miklu lengur. Þetta
hefir komið í ljós við ræktun holdvefja. Útteknum líffær-
um, eða hlutum þeirra, má halda lifandi vikum saman með
108
Heilbrigt líf