Heilbrigt líf - 01.06.1942, Page 112
inn í hjartað (t. d. kamfóru, adrenalíni, strophantíni,
lobelín). — Andardráttaræfingum skal haldið áfram
klukkustundum saman, þótt útlit um árangur sé vonlítið.
Hérna væri ráð að nota stállunga Landspítalans, ef svo
bæri undir. — Höf. þessarar greinar hefir í eitt skipti
þurft að halda áfram tilraunum í 5 klst. vegna lömunar á
andardrætti, áður en sjúklingnum var bjargað til lífs. Að
sjálfsögðu þarf að koma sjúklingnum í heitt herbergi,
einkum ef hann hefir orðið úti, eða drukknað. Líka er
notað nudd.
Hér á landi vildi það til — í sjávarþorpi— fyrir nokkr-
um árum, að maður gekk eitt bjart sumarkveld út á
bryggju. Verður honum litið út fyrir bryggjuna og sér
þá hvar drengur liggur drukknaður á sjávarbotni. Var nú
skjótt brugðið við, ,,líkinu“ náð upp með krókstjaka, og
haldið rakleitt með það til héraðslæknis. Þetta var um
háttatíma. Ekki var með neinni vissu hægt að finna lífs-
mark með drengnum. En, þar sem talið var víst, að dreng-
urinn hefði ekki legið lengi í sjónum, voru tafarlaust gerðar
lífgunartilraunir og haldið áfram hvíldarlaust fram á
miðja nótt. Eftir nokkrar klst. fór að votta fyrir snökti í
drengnum — einn og einn andardráttur, og langt á milli.
Að lokum tókst fullkomin lífgun eftir 4—5 klst. tilraunir
héraðslæknisins — með aðstoð góðra manna. Drengurinn
náði sér alveg. — Þetta er átakanlegt dæmi um, að menn
láti ekki blekkjast af dauðadái drukknaðra.
Á Vestfjörðum bar það við eitt sinn, að maður féll út-
byrðis af fiskibáti og fór á bóla kaf. Honum skaut þó
fljótt upp á ný, og var innbyrtur. Bátverjar hugðu þó
manninn drukknaðan, og lögðu hann til frammi í barka
bátsins án þess að reyna lífgun, enda hefir e. t. v. enginn
kunnað til slíks. Miklar líkur eru til, að lífgunartilraunir
hefðu borið árangur.
Að lokum nokkur orð um rafmagnsslysin, því að oft eru
110 Heilbrigt líf