Heilbrigt líf - 01.06.1942, Síða 113
*
Þá góð skilyrði til lífgunar. Venjulega atvikast slysið
Þannig, að hjartað verður lostið rafmagni, vegna Þess að
straumurinn fer að jafnaði um handleggina. Fer Þá raf-
magnið frekar um hjartað, en heilann. Bæði Þessi líffæri
Þola ótrúlega mikinn straum eins og raun ber vitni í Vest-
urheimi, Þar sem óbótamenn eru teknir af lífi með há-
spenntum rafmagnsstraum.
Þolið gegn rafmagni er m. a. komið undir tegund
straumsins, Því að jafnstraumur er ekki eins hættulegur
og riðstraumur. Líka fara áhrifin eftir líkamsbyggingu
mannsins og hve hörundið er rakt, Þar sem rafmagns-
taugarnar snerta líkamann. Og fleiri atriði geta komið til
greina.
Tveir rafvirkjar voru að vinnu í kjallara í verksmiðju
einni, og urðu fyrir Því óhappi að koma við bera háspennu-
leiðslu. Þeir féllu báðir um, og var ekki að sjá lífsmark
með Þetm- Björgunarlið verksmiðjunnar, sem var æft og
vel útbúið, hóf Þegar lífgunartilraunir með Því að gera
öndunaræfingar. Er Því hafði farið fram í 2 klst., tók að
votta fyrir lífsmarki með öðrum rafvirkjanum. Örvaðist
nú björgunarliðið við lífgunartilraunirnar, og að liðnum
6 klst. fór öndun og hjartaslög að gera vart við sig hjá
hinum manninum líka. Báðir rafvirkjarnir náðu sér full-
komlega. Ör á höndunum eftir brunasárin eru einu menj-
arnar, sem Þeir bera eftir slysið. Próf. Jellinek (Wien)
lýsir svipuðum atvikum í bók sinni „Elektropathologie".
Ályktanir. Þegar maður fellur í dauðadá — vita minima
— leynist lífsneisti, Þó að öndun sé engin, né vart verði
við hjartaslög. Vafalítið vill Þetta oftar til, en álitið hefir
verið, og getur haldizt lengur en líklegt mætti Þykja eftir
lífeðlisfræðilegri Þekkingu vorra tíma. Stundum er ekk'
hægt að greina Þetta ástand með venjulegri læknisskoðun.
En gera verður ráð fyrir, að dauðadá kunni að eiga sér
Heilbrigt líf
111