Heilbrigt líf - 01.06.1942, Síða 114
stað, þegar maður verður fyrir áverka með voveiflegum
hætti, og skammt er um liðið. Sé tekið til lífgunartilrauna
nógu snemma, en þó ef til vill ekki fyrr en nokkrum klst.
eftir að slysið vildi til, og þeim haldið lengi áfram, getur
fullkomin lífgun stundum tekizt. Að öðrum kosti dregur
dauðadáið undantekningarlítið til dauða.
Með þessu er engan veginn verið að vekja hjá almenn-
ingi neinn beyg um kviksetningu. Því að viðskilnaður
manna, sem látast af venjulegum dánarorsökum, kemur
hér alls ekki til greina. Dauðadá er aðallega bundið við
drukknun, rafmagnsslys og eitranir, eða þegar menn
verða úti, eins og drepið var á.
Læknum er vel kunn hin nýrri reynsla um dauðadá, og
lífgun úr því. En það er ekki nóg. Almenningur þarf líka
fræðslu um þessi efni, því að iðulega er ekki sóttur læknir,
eða þá um seinan, vegna þess að ekki hefir verið talin lífs
von. Vafalaust mætti stundum bjarga mannslífi, ef sú
þekking og reynsla, sem lýst hefir verið, væri öllum kunn.
K-VÍTAMÍN
Danskur vísindamaður, dr. Henrik Dam, sýndi fram á, að hænu-
ungum hættir við blæðingum vegna vöntunar á sérstöku fjörefni,
sem hann nefndi K-vítamín, vegna þess að „koagulatiori', þ. e. a. s.
storknun blóðsins var í ólagi. í blóðið vantaði efnið „prothrombin“,
sem landi vor dr. Óskar Þórðarson hefir nýlega samið doktorsrit-
gerð um við Kaupmannahafnar háskóla. En síðari rannsóknir hafa
leitt í Ijós, að eirfs er ástatt fyrir kornabörnum eins og hænuungum
— þau fæðast stundum með of naum storknunarefni í blóðinu, og
afleiðingin er þá oft innvortis blóðmissir í ungbarnslíkamanum.
Eins og nærri má geta, var fljótlega hafin leit að efnasamsetning
K-vítamínsins, og unnu einkum að því amerískir vísindamenn og lif-
112
Heilbrigt líf