Heilbrigt líf - 01.06.1942, Page 116
Dr. G. Claessen:
KVÍÐBOGI FYRIR S]ÚKDÓMUM
(Útvarpserindi)
Það þykir ekki fara vcl á því, að læknir svari sjúklingi
út úr. En ég ætla að segja frá einu slíku atviki.
Það var einu sinni í viðtalstíma, að ímyndunarveikur
maður var búinn að dauðþreyta lækninn með sífelldri
tortryggni og efasemdum,þó að læknirinn „með gaumgæfi-
legri skoðun sinni væri búinn að ganga úr skugga um, að
ekkert væri að. Um leið og maðurinn er að kveðja, segir
læknirinn við hann:
„Þér, — sem annars eruð sífellt að hugsa um sjúkdóma
og mannhættur, — hafið þér nokkurn tíma gert yður
grein fyrir, hvar lífshættan er mest?“
Sjúklingurinn svarar með ákafa:
„Nei, læknir, — það verðið þér að segja mér!“
Læknirinn svaraði ofboð rólega:
„Jæja, — svo að þér hafið aldrei hugsað út í það. Þá
vil ég ráðleggja yður að hátta ekki í kveld“.
„Hvað segið þér, læknir, má ég ekki hátta?“
„Nei“, svaraði læknirinn, „það er lífsháski, því að öll
reynsla sýnir, að flestir menn deyja í rúminu sínu!“
Sem betur fer, eru það ekki margir menn, sem eru frið-
lausir af kvíðboga fyrir sjúkdómum. En ýmsir bera þó
ugg og beyg í brjósti út af krankleika, sem kunni að
steðja að. En það þykir ef til vill einkennilegt, að þessa
verður oft mest vart hjá þeim, sem minnst hafa af sjúk-
dómum og sjúklingum að segja. Það er síður en svo, að
114
Heilbrigt líf