Heilbrigt líf - 01.06.1942, Síða 118
hitamælingarnar, því að margar mæður halda, að líkams-
hitinn í heilbrigðu barni megi ekki fara yfir 37 stig —
sem er mikill misskilningur. Það væri sennilega ávinning-
ur, ef hitamælar væru ekki í höndum almennings.
í sumum mæðrum er sífelldur uggur um, að börnunum
verði kalt. Þær dúða börnin því svo mikið, að þau eru í
svitakófi, verða kulvís og kvefsæl. Mæður eiga að fara
blátt áfram skynsamlega með börn sín, en gera svo ráð
fyrir því bezta. Annars er engin gæfa að eignast erf-
ingja.
Enn aðrir hræðast mjög bakteríur, sem séu allstaðar
nálægar, og voði stafi af. Menn óttast bakteríur í mat og
drykk, í andrúmslofti eða við handartak. Ég kannast við,
að hér á landi er gert óþarflega mikið af því að heilsast
og kveðjast með handabandi. Það er lítið annað
en ávani. Hendur eru mishreinar. Kínverjum — einni
mestu menningarþjóð heimsins — þykir einkennilegur
þessi Evrópusiður. Þeir hneigja sig, en taka um leið með
hægri hönd um vinstra handarbak á sjálfum sér, og þykir
það næg kurteisi.
Þeir, sem óttast svo mjög hinar ósýnilegu sóttkveikjur
ættu að hugleiða, að því fer fjarri, að bakteríur séu ávallt
óvinir mannanna. Það á ekki við, nema um sumar þeirra
— sem valda sjúkdómum —, og nefnast þær sýklar. Aðrar
bakteríur vinna að nytsamlegum efnaskiptum í náttúr-
unni eða í iðnaði, og skal það ekki rakið nánar hér.
Og svo er eins að gæta, að skaðvænu bakteríurnar valda
stundum ekki sjúkdómum, nema menn taki þær oft í sig,
og í ríkum mæli. Og loks er svo mikill varnarmáttur gagn-
vart sýklum í líkama margra manna, að sýklarnir mega
sín ekki. Eitt er að smitast — annað að sýkjast. Fjöldi
manns hefir t. d. jákvætt berklapróf, án þess að vera sjúk-
ur af berklaveiki. Þetta sannar, að sýklar geta setzt að í
líkamanum án þess að vinna þar nein hermdarverk.
116
Heilbrigt líf