Heilbrigt líf - 01.06.1942, Blaðsíða 120
Þetta var langur og dapurlegur listi.
En innan hvers flokks eru ýmis konar banvænir sjúk-
dómar, og telja læknar, að dánarorsakir nemi nálægt tveim
hundruðum. Það er því auðséð, að náttúran hefir mörg
ráð til þess að ráða niðurlögum mannanna.
En því er nú einu sinni svo varið, að líf manna er ekki
tekið, nema á ófriðartímum. Annars er fólki ekki lógað
eins og skepnum. Að vissu leyti eru þetta harðir kostir,
því að það þykir ósvinna að láta skepnur verða sjálfdauð-
ar, nema í Indlandi, þar sem náutgripir eru heilagir. Öll
hjúkrun og læknishjálp miðar að því að lengja lífið, með-
an þess er kostur.
Það þykir nú kannske einkennilegt, að menn kvíða sízt
þeim sjúkdómi, sem verður flestum að aldurtila hér á
landi, sem sé ellihrumleika. Undantekningarlítið vilja
menn verða gamlir. Og þó er hæpið að komast á efri ár,
án þess að þeim fylgi ýmis konar ellilasleiki. En það þykir
ekki nema eðlilegt, að elliárin séu að einhverju leyti erfið.
Náttúran bætir það að jafnaði með vaxandi rósemi og
þolgæði, og ónæmari skilningi á því, sem fram vindur.
En þó eru gamalmenni stundum geðæst og erfið, sér og
öðrum.
Annars er það aðallega krabbamein og berklaveiki, sem
menn bera kvíðboga fyrir. Berklaveikin er þó ekki eins
kvíðvænleg sem fyrr, því að hún er á hröðu undanhaldi og
er nú í 6. röð dánarmeina, líkt og erlendis, þar sem vel
þykir horfa um berklavarnir. Aldrei hefir verið gerð eins
hörð hríð að neinum sjúkdómi eins og nú — að berklaveik-
inni — undir forustu berklayfirlæknis Sigurðar Sigurðs-
sonar. Berklaveikin er fyrst og fremst fjölskyldusjúk-
dómur. Ekki þannig að skilja, að hún sé arfgeng. En hún
berst milli heimilismanna, einkum frá foreldrum til barna,
118
Heilbrigt líf