Heilbrigt líf - 01.06.1942, Síða 121
í nánu, daglegu samlífi fjölskyldunnar. Því miður eru
berklaveikir menn stundum undarlega blindir fyrir þeirri
hættu, sem af þeim stafar, — einkum gagnvart börnum
og unglingum. En að jafnaði er ástæðulaust að óttast
berkla fyrir þá, sem ekki eru á berklaveiku heimili — eða
eru samvistum við menn með smitandi berkla.
Það er til mikillar hjálpar berklaveiku fólki, að ekkert
pukur eða nein launmál eru framar milli læknis og sjúkl-
ings, þegar um berklaveiki er að ræða. Berklaveikir menn
eru á sérstökum sjúkrahúsum, og þar er sameiginlegt
skipbrot með sjúklingunum. Öll sú hreinskilni, sem ræður
um meðferð berklaveikra, gerir viðhorfið allt annað og
auðveldara heldur en, þegar um krabbamein er að ræða,
og skal ég víkja að því síðar.
Næstefst í tölu dánarmeina hér á landi er krabbamein,
en því næst hjartasjúkdómar. Ýmsum stendur mikill
stuggur af, hve sjúkdómar þessir eru algengir, og telja
það vott um lélegt heilbrigðisástand, óhollt mataræði og
vaxandi veiklun kynslóðarinnar. En, ef nánar er aðgætt,
liggja ýmis rök til þess, að þessir sjúkdómar virðast —
fljótt á litið — færast í aukana. Krabbamein gerir eink-
um vart við sig í rosknu fólki. Með hækkandi aldri, þegar
mannsævin lengist, eins og hér á landi, verður tiltölulega
meira um krabbamein. Þetta er reynsla um allan heim, og
ekki einasta á íslandi. Það lítur út fyrir, að menn verði að
gjalda þung gjöld fyrir þau fríðindi að verða langlífir.
Svipað er því farið um hjartasjúkdómana, sem eru ein
tíðasta dánarorsökin. Mikið af þeim sjúkdómum kemur til
af striti og sliti þeirra, sem lifað hafa lengi og unnið
marga áratugi fyrir daglegu brauði í sveita síns andlitis.
Auk þess ganga ýmsir með hægfara — króniska — hjarta-
sjúkdóma, sem aðallega gera vart við sig, ef menn ná há-
um aldri.
En svo kemur eitt til greina: Læknisþekkingunni hefir
Heilbrigí líf . 119