Heilbrigt líf - 01.06.1942, Blaðsíða 122
fariS stórlega fram á íslandi, og krufningar til rannsókn-
ar banameina farnar að tíðkast, eins og getið var. Þess
vegna fer færra fram hjá læknunum nú, og þeir vita um
miklu fleiri innvortis meinsemdir og biluð hjötru, en áð-
ur. Þessir sjúkdómar geta því stundum talizt með ellisjúk-
dómunum. Það fer eftir atvikum.
Yfirleitt er litið svo á af almenningi, að krabbamein sé
alltaf kvalafullur, vonlaus sjúkdómur. Það er ekki að
furða, þó að menn kvíði því að fá slíka meinsemd og
hrjósi hugur við því, sem kunni að vera fram undan.
En þessi hugmynd um krabbamein er röng. Mér dettur
ekki í hug að gera lítið er þeim þjáningum, sem ýmsir
þurfa að bera. En ólæknandi mein eru mjög misjafnlega
kvalafull. Það fer eftir svo mörgu, sem ekki verður til-
greint hér nánar. Stundum lýsir krabbamein sér sem
uppdráttarsýki — sem blóðleysi og þverrandi kraftar —,
að vísu með ýmislegri vanlíðan, en án þess þó, að komi til
sárra þrauta.
En svo ber líka að líta á hitt, að eigi allfáir af þeim,
sem fá krabbamein, læknast með skurðaðgerð eða geisla-
lækning. Það mundi verða allverulegur hópur, ef þeir
söfnuðust nú saman hér á landi, sem hafa fengið bót eftir
lækningu á illkynjaðri meinsemd.
Það er svo ríkur ótti og almennur kvíði við krabba-
mein, að mér finnst ástæða til að taka saman í stuttu máli,
hvaða ráðum læknarnir kunna að beita gegn því.
Lækningar við meinsemdum má flokka í þrennt. í fyrsta
lagi má lækna sum illkynjuð mein til langframa, ýmist
með skurði, radíum eða röntgengeislum. Þetta fer mjög
eftír því, hvar meinið er, hvers kyns holdvöxturinn er,
og hve fljótt læknis er leitið. Efst á blaði má telja brjósta-
mein og húðkrabba. Slík mein læknast oft fyrir fullt
og allt.
í öðrum flokki koma þeir, sem læknast um stundarsak-
120 Heilbrigt líf