Heilbrigt líf - 01.06.1942, Side 123
ir. Ég hefi orðið þess var, að sumum finnst lítið til um
slíka hjálp. En þar verð ég að vera á allt öðru máli. Oft
getur læknishjálpin orðið til þess að gera menn vinnufæra
og við sæmilega líðan í nokkur ár. Það er óvit að líta smáum
augum á slíka hjálp. Menn verða að athuga, að venjulega
gera þessi mein vart við sig, þegar fer að halla á ævina.
En, þegar komið er á það aldursstig, er hvert árið, sem
aukið er við lífið, dýrmæt viðbót, og ekki stuttur tími, þeg-
ar miðað er við þann árafjölda, sem menn eiga þá að jafn-
aði eftir ólifað. Og oft munar miklu, hvort fjölskyldan
getur notið fyrirvinnu húsbóndans eða húsmóðurinnar, þó
að ekki sé nema fáum árum lengur en ella.
Ég kem svo loks að þriðja flokknum. Það eru þeir sjúkl-
ingar, sem læknarnir gera sér frá upphafi enga von um
að fái verulegan bata, en beita þó því, sem á læknamáli
nefnist „palliativ" hjálp, þ. e. a. s. læknis- og hjúkrunar-
aðgerðum til úrbóta á vonlausu ástandi. Með ýmsum ráð-
um má oft veita dýrmæta hjálp til linunar á þjáningum og
ýmsum óþægindum. Ég nefni t. d. að skurðlæknarnir geta
með aðgerðum sínum veitt fæðunni nýjar leiðir, þegar
meinsemd veldur stíflu í maganum eða í þörmunum. Þeir
geta líka hlutað sundur taugastrengi, sem bera sársauka.
Ég nefna líka, að með geislalækning má oft bæta þjáning-
ar — ekki sízt, þegar mein setjast að víðs vegar í beinum,
við svonefnt meinvarp eða „metastase“. Með þeirri lækn-
ing má líka stundum tefja vöxt meinanna missirum sam-
an, og gera menn þjáningarlitla og janfvel vinnufæra, þótt
meinið verði að síðustu yfirsterkara. Líka má nefna mein
í miltinu og innvortis í brjóstinu, milli lungnanna. Hér
verður aðeins stiklað á einstöku dæmum. — Þrautalend-
ingin er svo deyfandi lyf, til þess að lina þjáningar.
Það er óneitanlega prófsteinn á þolgóðan lækni eða
hjúkrunarlið að stunda þessa sjúklinga. Læknarnir líta
misjöfnum augum á starf sitt. En ég hefi alltaf dáðst að
Heilbrigt líf
121