Heilbrigt líf - 01.06.1942, Page 125
ana. Reyndar er þess oft engin þörf. Sjúklingarnir vita
jafnlangt nefi sínu, og fjöldi kraþbameinssjúklinga spyr
ekki, hvað sé að. Mig uggir, að flesta gruni það, en hliðri
sér hjá að fá hiklausa umsögn læknisins — ef hún þá
fæst. Einstöku menn tala hispurslaust um ástandið, og
bera það með kjarki og hugprýði, og er þar ekki munur á
körlum og konum. En flestir læknar munu einhvern tíma
hafa orðið fyrir því, að sjúklingurinn heimti sagt af eða
á um sjúkdóminn — þeir séu menn fyrir því að taka,
hverju sem að höndum ber. En, þegar þeim er tjáð, hvað í
efni sé — þá yfirbugast þeir stundum alveg — a. m. k. í
svip. Þetta er ástæðan til þess, að læknum er um og ó að
láta uppskátt um krabbamein, nema gengið sé á þá.
Sú launung, sem á sér stað um krabbameinið, hefir ýmis-
legt óheppilegt í för með sér. Ég á við þann möguleika að
koma á krabbameinsvörnum eins og á sér stað sums staðar
erlendis, miðað við fólk, sem náð hefir vissu aldursmarki.
Vörn gegn krabbameini er að vísu öðruvísi háttað en
berklavörnum. Aðalmarkmið þeirra er að leita uppi smit-
andi berklasjúklinga, sem enginn veit um áður, kannske
ekki einu sinni sjúklingurinn sjálfur. Berklavarnirnar
fara nú þannig fram, að flestir íbúar í kaupstað eða sveit
— sem til næst — eru skoðaðir, hvort sem þeir hafa fund-
ið til lasleika eða ekki. Þannig mætti að nokkru leyti fara
að um krabbameinsvarnirnar. Með þessu móti mætti ganga
alveg úr skugga um sumar tegundir meinsemdanna, t. d.
brjóstamein og húðkrabba. En hvort tveggja kemst oft
og einatt alltof seint undir læknishönd. Konur geta haft
stórt krabbamein í brjósti um langan tíma, án þess að
verða þess varar sjálfar. Þess eru dæmi, að eiginmenn
þeirra veita því fyrr eftirtekt, en konan sjálf. Þetta sann-
ar það, sem áður var sagt, að krabbamein er fjarri því
Heilbrigt líf
123