Heilbrigt líf - 01.06.1942, Síða 126
að vera alltaf kvalafullt. Þvert á móti — það bærir ekki
á sér lengi vel, og veldur ekki þrautum fyrr en á síðara
stigi sjúkdómsins. Við krabbameinsvarnir mundu fara
fram fljótlegar skoðanir, og mætti þá um leið leggja
nokkrar spurningar fyrir hvern einstakan, sem gætu gef-
ið bendingu um innvortis meinsemd, og því fólki þá vís-
að til heilislæknisins til nánari athugunar.
Mér er alveg óknnugt um, hvort heilbrigðisstjórnin
mundi vilja sinna þessari hugmynd. En ég er ekki í vafa
um, að með þessu móti mætti finna mörg mein á byrjun-
arstigi og ráða fulla bót. á þeim. Og því varpa ég fram
þessari hugmynd.
Og svo væri annað unnið — pukrið og launungin, sem
er kringum krabbameinið, væri að nokkru leyti úr sög-
unni. Ég vil benda á, að sums staðar erlendis ríkir meiri
einlægni og einurð um krabbamein. 1 Lundúnum er t. d.
stór spítali, sem ber nafn sjúkdómsins og nefnist „The
Cancer Hospital“ þ. e. a. s. Krabbameinsspítalinn. Ég er
að fornu fari dálítið kunnugur þessu sjúkrahúsi. Og ég
get ekki séð, að sjúklingarnir þar séu hnuggnari, né
kjarkminni, en gengur og gerist á sjúkrahúsum. Allir hafa
þar krabbamein, og vita það. Það er sætt sameiginlegt
skipbrot. Mjög er þó misjafnlega á komið fyrir þessum
spítalasjúklingum. En segja má, að svipað sÓ þar ástatt
eins og á heilsuhæli fyrir berklaveika, þótt berklaveikin sé
að vísu viðráðanlegri veiki. Á heilsuhælum eru menn með
berklaveiki á ýmsum stigum. Sumir verða frískir, og fara
heim eftir skamma veru. Aðrir dvelja langvistum, og
gengur á ýmsu með ástand þeirra. Loks eru svo þeir, sem
berklarnir verða að bana.
Mér hefir orðið skrafdrjúgt um krabbameinið vegna
þess, að kvíðbogi fyrir því er svo ríkur í huga margra, og
124
Heilbrigt líf