Heilbrigt líf - 01.06.1942, Síða 128
dánarorsök myndir þú kjósa þér, svo framarlega sem þú
verður ekki bráðkvaddur ?“ „Dánarorsök?“ — svarar hann.
„Ja, það er erfitt að segja — það fer eftir svo mörgu,
hvernig sami sjúkdómurinn hagar sér í hvert skipti“.
Ég segi frá þessu tilsvari, vegna þess að læknir; sem er
allra manna fróðastur um þessi efni, hefir ekki á reiðum
höndum að nefna banvænan sjúkdóm, sem sé léttbærari
öðrum fremur.
Við látum skeika að sköpuðu, og kvíðum ekki einum
sjúkdómi öðrum fremur. Og sjúkdómarnir og dánaror-
sakirnar eru svo margvíslegar, að menn hitta sjaldan á
að kvíða því, sem þeir síðar verða fyrir.
Þegar lokastundin nálgast, líknar náttúran oftast með
því að draga úr skilningi og skynjan, og vekur einatt hel-
fró áður en viðskilnaðurinn á sér stað. Það eru fáir, sem
halda fullri rænu fram í andlátið.
Viðleitni læknavísindanna miðar að því að gera alla
menn ellidauða, sem ekki farast voveiflega. Og allar líkur
eru til, að svo muni einhvern tíma verða. Menn geta varp-
að fram þeirri spurningu, hvort ellidauðinn sé eftirsókn-
arverður. En þá kann að vera, að læknavísindunum tak-
ist að sefa þær þjáningar, sem ellikröminni er oft sam-
fara.
Nýtt verkefni læknavísindanna er reyndar að viður-
kenna ekki ellina sem takmörk mannlífsins, en finna ráð
til yngingar þeirra, sem komnir eru á efri ár. Það er ekki
ólíklegt, að slíkt muni takast að einhverju leyti, um stund-
ar sakir, og finnast muni e. k. Iðunnarepli, sem gamal-
menni geta bitið í sér til yngingar. En það er önnur og
meiri saga, en að það verði rakið hér nánar.
Vísindin nema aldrei staðar. Þeir, sem stunda þau
fræði þykjast aldrei vita nóg. Það fylgir þeirri iðju að
126
Heilbrigt líf