Heilbrigt líf - 01.06.1942, Page 129
fá æ næmari skilning á því, hve lítið vér vitum, og breyta
kinnroðalaust um skoðun, þegar nýr sannleiki kemur upp
úr dúrnum. Beztu vísindamennirnir eru auðmjúkir og
fullir lotningar fyrir nýrri þekkingu, og forvitni um að
skyggnast inn á ný svið, sem opnast jafnóðum og hver gáta
er ráðin. Læknavísindin eiga sér ótæmandi verkefni, til
blessunar fyrir núlifandi og komandi kynslóðir — og
þrátt fyrir allt er bjart fram undan.
GETRAUN
Svörin eru á næstu bls.
1. Hvers vegna fölnar maður, sem reiðist eða verður skelkaður?
2. Hve oft fæðast tvíburar?
3. Á Islandi, Bretlandi og í Svíþjóð bjóða umferðareglurnar, að
menn víki til vinstri handar. Hvers vegna?
4. Flugur ganga upp rúður og neðan á loftum án þess að hrapa.
Með hvaða móti?
5. Tung-an lafir út úr móðum hundi. I hvaða skyni?
6. Er hægt að framkalla snjóflóð með kalli?
7. „Guð blessi þig!“, sagði gamalt fólk, þegar einhver hnerraði.
Ástæðan?
8. Hvers vegna verður fuglum ekki meint, þó að þeir setjist á
raftaug með háspenntu rafmagni?
9. Hvað er blóðsökk?
10. Fyrstu einkenni um skort á A-fjörvi?
11. Eru hestar meiri hlaupadýr, en menn?
12. Hvers vegna eru sumir tvíburar ólíkir, en aðrir jafnlíkir og
tveir vatnsdropar?
13. Mönnum verður gjarnt til að snýta sér, þegar þeir klökkna.
Hvers vegna?
14. Hve hár er líkamshiti fugla?
15. Á hvaða aldri er maðurinn búinn að ná hálfri líkamshæð?
Heilbrigt Hf
127