Heilbrigt líf - 01.06.1942, Side 130
SVÖR VIÐ GETRAUN
(bls. 127)
1. Nýrnahúfurnar spýta þá adrenalíni inn i blóðið, en við það
herpast saman æðar hörundsins — maðurinn verður „ösku-
reiður“.
2. Ein af hverjum 90 fæðingum er tvíburafæðing.
■3. Hér á landi var talið, að konum, sem ríða kvenvega í söðli, væri
þá síður hætt, þegar þær mæta öðrum. — I Bretlandi þótti fyrr
á öldum tryggara að hafa tiltækt lagvopn eða skotvopn, ef óvini
væri að mæta á vegum úti, og aðstáðan hentugri, ef vikið var
til vinstri.
4. Þær hafa vott af kvoðu neðan á fótunum, og halda sér þannig
föstum.
5. Lafmóður hundur kælir líkama sinn með þessu móti.
6. Það er álitið svo, þegar snjóhengja er komin að falli. Eim-
reiðarstjórar í Sviss blása ekki í eimpípuna, þar sem er snjó-
flóðahætt.
7. Svarti dauði byrjaði stundum með hnerra.
8. Fuglinn snertir vírinn einan, og leiðist því ekki straumur
gegnum hann.
9. Blóðkornin sökkva til botns, ef komið er í veg fyrir storknun,
en misjafnlega fljótt eftir heilbrigði mannsins.
10. Náttblinda.
11. Hestar eru sprettharðari. En þjálfaðir hlauparar eru fljótari
langar vegalengdir. Arið 1924 keppti enskur veðhlaupahestur
við Maraþonhlauparann G. Hall i 6 daga hlaupi. Gæðingurinn
g-afst upp á 5. degi, en Hall var þá kominn 15 mílur á undan
honum.
12. Tvíburar úr sama eggi fæðast i einum æðabelg, eru ætíð sama
kyns, og svo líkir útlits, að þeir verða vart greindir sundur af
vandalausum. Tvíburar, hvor úr sínu eggi, eru ekki likari en
gengur og gerist um systkini. Þei> eiga sér sinn æðabelginn
hvor.
13. Úr innri augnkróknum liggja táragöngin ofan í nefið.
14. Um 42° C.
15. Tveggja ára og tveggja mánaða gamall.
128
Heilbrigt líf