Sjómannadagsblaðið - 2023, Qupperneq 24
24 s j ó m a n n a d a g s b l a ð i ð J ú N Í 2 0 2 3
fór þá að hoppa um borð og leysa
af. Svo ári seinna réði ég mig í fast
starf.“
Markús varð skipstjóri á dælu-
skipinu Perlunni. „Þá hafði ég
leyst af um veturinn á fyrsta
Herjólfi. Ég var því um borð þegar
fólkið byrjaði að flytjast til baka
eftir gosið,“ segir hann og hvernig
hann hafi fengið tækifæri til að
spjalla við eldra fólk sem hafði
misst allt og var að koma heim
aftur í fyrsta sinn eftir þessar nátt-
úruhamfarir.
„Eftir að hafa talað við þetta fólk
fór ég að hugsa um rannsókn sem
ég las í Bretlandi um mestu áföll
í lífi fólks. Það mesta er dauðsfall
í fjölskyldunni en það næstmesta
að vera þvingaður til þess að flytja
eins og gerðist þarna. Ég hef oft
hugsað að margt þetta fólk hafi
dáið fyrir tímann út af þessu áfalli.
Það væri áhugavert að sjá það
kannað.“
Markús horfir til baka. Margar
eftirminnilegar stundir og undur-
samlegt að koma til Asíu; Japan,
Hong Kong, Filippseyja, Singapúr.
„Þessi lönd voru paradís sjómanns-
ins fyrir 60–70 árum,“ segir hann.
Var það veðrið, maturinn?
„Já, og stelpurnar,“ segir Markús.
„Og þar var ódýrt. Við lifðum eins
og grósserar.“ Hann hafi orðið yfir
sig hrifinn. Drukkið
menninguna í sig. Listmunir
í búðargluggunum. Útskorið
fílabein. „Maður stóð stjarfur
fyrir utan en átti ekki pening til
að kaupa,“ segir hann og lýsir því
hvernig launin hafi verið lág þessi
fyrstu ár.
„Í Noregi gat maður beðið út-
gerðina að taka vissan hlut og
leggja inn á banka. Það safnaðist
saman,“ segir hann og hvernig
hann hafi unnið í 4–5 klukku-
stundir fyrir dollaranum sem
dekksdrengur í upphafi sjó-
mannsára sinna.
Hafið eða fjöllin?
En svo kemur maður alltaf heim.
Markús lýsir því hvernig afi hans
hafi sagt þegar hann sá fjöllin
hverfa á leið sinni til Winnipeg:
„Ég kem aftur.“ Hann hafi svo mætt
mótstöðu þegar hann mætti aftur
og menn upplifað að hann væri
kominn aftur til að taka af þeim
vinnu.
Markús kom einnig aftur. Ekki
út af fjöllunum, heldur vegna þess
að hann átti góða foreldra og vini
sem hann náði að sameina sjó-
mannslífinu. „Þau toguðu í mig.“
Og hann heldur í sjómennskuna.
Sigldi í fyrra um Panamaskurðinn.
„Ég fór með Axel Jónssyni með
skipið Janus og hét Börkur NK sem
seldur var til Mexíkó,“ segir hann
nú á 89. aldursári. Finnur hann
ekkert fyrir aldrinum?
„Nei, mér finnst ég ekkert vera
gamall. Er með starfsþrek og allt,“
segir hann nú þegar aðeins hefur
verið tæpt á því helsta á löngum
starfsferli. „Ef maður er stýrimað-
ur verður maður að geta tekið til
höndunum. Það er ekkert hægt
að hafa stýrimann sem getur ekki
unnið.“ Hann hafi öll réttindi.
„Og ég fór í Slysavarnaskóla
sjómanna fyrir tveimur árum. Ég
er því með réttindi í þrjú ár. Ef
einhver vill fá mig til að sigla get
ég skaffað læknisvottorð. Ég flýg í
gegnum það.“
En er eitthvað sem Markús hefði
viljað breyta á langri ævi? „Það
var nú einhvern tímann sagt að líf-
ið væri núna. Það er núna. Ég hef
náð að lifa því þannig. Hef aldrei
haft minnstu áhyggjur, aldrei
nokkurn tímann. Mig hefur alltaf
klæjað að komast af stað.“
»– gag
Sendum íslenskum sjómönnum
árnaðaróskir á sjómannadaginn
58 s j ó m a n n a d a g s b l a ð i ð j ú n í 2 0 1 7
Sendum íslenskum sjómönnum
árnaðaróskir á Sjómannadaginn
Eggjabúið og
kjúklingabúið
Hvammur ehf.
að sjómönnum sé gert erfitt að skrá
slys. Jónas Þór segir að finna megi
dæmi um ofangreint. „Skipstjórn-
armenn eru misjafnir eins og þeir
eru margir. Þess eru því miður
dæmi að menn hafi fengið neitun
þegar þeir ætluðu að láta skrá atvik.
Gjarnan með þeim rökum að það
sé ekki hægt að standa í því að skrá
öll tilvik, stór sem smá, sem eiga
sér stað um borð. Þetta er þó sem
betur fer undantekning og ég held
að menn séu alltaf betur að átta
sig á því hversu mikilvægt þetta
er, líka skipstjórnarmenn. Skrán-
ingarnar eru til fyrirmyndar hjá
mörgum útgerðum en því miður
eru til útgerðir þar sem þessi mál
eru ekki í eins góðu lagi.“
Þá minnir Jónas Þór á að skylt
sé samkvæmt reglum að skrá öll
atvik í skipsdagbók, eigi síðar en í
lok vaktar. Þá er einnig skylt sam-
kvæmt lögum að tilkynna öll slys
til Rannsóknarnefndar sjóslysa og
til Sjúkratrygginga Íslands. „Ég
hef bent á það áður að það eru
kannski um fimm prósent slysa
tilkynnt til rannsóknarnefndar-
innar. Það er mjög sorgleg staða,“
segir Jónas Þór. „Tilgangur rann-
sóknarnefndarinnar er ekki síst
sá að safna gögnum og byggja
þannig upp mikilvægan grunn
sem kann að gera mögulegt að fyr-
irbyggja slys síðar meir.“
Jónas Þór minnir á að það séu
tryggingarfélögin sem séu bóta-
skyld en ekki útgerðinar. Það ætti
því ekki að vera feimnismál fyrir
sjómenn að tilkynna útgerðinni
um slys og óhöpp sem verða um
borð. „Þetta er trygging sem bæði
sjómenn og útgerð greiða fyrir,
útgerðin þó meira.“ Um leið hafi
þó heyrst af ástæðum fyrir því að
einstaka útgerðir kunni að pirrast
yfir svona hlutum. „Ef það verða
mörg slys þá hækkar iðgjaldið
og einhverjar útgerðir eru með
eigináhættu og sjálfsábyrgð. En
þetta eru ekki það miklar fjárhæð-
ir að þær valdi því að útgerðirnar
berjist gegn því að menn nái sínu
fram, sem þó kemur fyrir. Um
leið og það er búið að skrá slys í
skipsdagbók ber útgerðin ábyrgð
á því að tilkynna það til rann-
sóknarnefndarinnar og til Sjúkra-
trygginga Íslands. Þar er víða
pottur brotinn því miður. Það
þarf að skerpa á þessum atriðum
– bæði gagnvart sjómönnum og
útgerðum. Ef þetta er í lagi þá er
búið að komast fyrir helsta vand-
ann.“ -gfv
„Þess vegna er mjög mikilvægt að fyrstu skrefin eftir óhapp séu rétt færð til
bókar.“
Framtak-Blossi er orðinn umboðsaðili fyrir
Volvo penta rafstöðvar og skrúfuvélar á Íslandi
Dvergshöfða 27 - 110 Reykjavík
www.blossi.is - blossi@blossi.is
Sala á Volvo Penta
varahlutum og
viðgerðarþjónusta
„í noregi gat maður
beðið útgerðina að taka
vissan hlut og leggja inn
á banka. Það safnaðist
saman,“ segir hann og
hvernig hann hafi unnið
í 4–5 klukkustundir
fyrir dollaranum sem
dekksdrengur í upphafi
sjómannsára sinna.
Vinur við
sjávarútveginn
Frá árinu 1927 hefur saga Olís verið samofin íslenskum
sjávarútvegi og þjónustu við skip og útgerðir.
Við ætlum að halda þeirri siglingu áfram.