Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 2023, Blaðsíða 42

Sjómannadagsblaðið - 2023, Blaðsíða 42
42 s j ó m a n n a d a g s b l a ð i ð j ú n í 2 0 2 3 Þ að var þrautin þyngri fyrir Elísabetu Sveins- dóttur og Önnu Björk Árnadóttur, sem að öðrum ólöstuðum bera hitann og þungann af skipulagningu há- tíðahalda sjómannadagsins, að undirbúa hátíðina í fyrra. Eins og aðrir skipuleggjendur viðburða þurftu þær að vera við öllu búnar. Heimsfaraldur kórónuveirunnar stóð enn yfir þegar skipulagning hófst, með öllum sínum samkomu- takmörkunum og nándarreglum, og því ekki hlaupið að því að meta hvort og hvernig halda mætti við- burð sem tugþúsundir hafa sótt í gegnum árin. Eins og í lygasögu „Við renndum mjög blint í sjóinn í fyrra út af Covid,“ segir Elísabet. „Við vorum með plan B á bak við eyrað ef veiran myndi skjóta upp kollinum aftur, en við sluppum blessunarlega við það.“ Öllum samkomutakmörkunum var aflétt á fyrra hluta ársins og létu ekki sjá sig aftur. „Við vonuðum það besta – en við fengum líka það besta. Dagurinn gekk eins og í lygasögu.“ Það er ekki ofsögum sagt. Ekki aðeins buðu veðurguðirnir upp á blíðskaparveður heldur var mætingin framar björtustu vonum. Óformleg talning gaf til kynna að allt að 40 þúsund manns hefðu lagt leið sína á hátíðarsvæðið á Granda og segir Elísabet að svæð- ið hafi borið fjöldann vel. Þessum fjölda hafi þó óneitanlega fylgt ákveðin úrlausnarefni. „Ef það er einhver einn lærdóm- ur sem við getum dregið af hátíð- inni í fyrra þá er það að huga betur að umferðinni út af Grandanum. Það myndaðist smá teppa þegar mannfjöldinn yfirgaf svæðið eftir hátíðina og því munum við hvetja fólk til að taka strætó, leggja annars staðar, labba út á Granda eða taka Hopp-hjól – en að öðru leyti klikkaði hreinlega ekkert í fyrra,“ segir Elísabet. Vönduð og metnaðarfull dagskrá Hátíðahöldin í ár verða með svipuðu sniði og í fyrra og aftur verður stuðst við hið sígilda nafn Sjómannadagsins, í stað heitisins Hátíð hafsins sem notað var um nokkurra ára skeið. Sjómanna- dagsráð, Faxaflóahafnir og Brim standa sem fyrr að hátíðinni og í ár fellur það í skaut tónlistarmann- inum Jóni Jónssyni að stýra dag- skránni úti á Granda. Elísabet segir að það hafi komið bersýnilega í ljós í fyrra hvað Sjómannadagur- inn er mikil fjölskylduhátíð. Allir aldurshópar hafi sótt hátíðahöldin á Grandanum, jafnvel fjölmargir ættliðir úr sömu fjölskyldunni, og skipti þá engu hvort gestirnir hefðu einhverja tengingu við sjó- mennsku. „Við erum ekki aðeins að heiðra sjómenn og þennan mik- ilvæga atvinnuveg heldur erum við einnig að svala forvitni fólks. Fólk virðist almennt vera mjög áhugasamt um sjávarútveg en gerir sér sjaldan ferð niður á höfn,“ segir Elísabet. Þess vegna sé svo mikilvægt að mati skipuleggjenda að hátíðahöldin einkennist ekki aðeins af skemmtiatriðum heldur þurfi dagskráin einnig að vera ákveðin upplifun sem fólki bjóðist færi á að taka þátt í. Elísabet segir að dagskráin í ár verði því bæði vönduð og metn- aðarfull. Eftir messu í dómkirkj- unni verði sjómenn heiðraðir í Hörpu og að kaffisamsæti loknu verði marserað í skrúðgöngu út á hátíðarsvæðið á Granda. Meðal þess sem þar verður í boði í ár eru ýmsir fastir liðir á Sjómannadegin- um; eins og reiptog, koddaslagur, keppni í sjómanni og dorgi, furðu- fiskasýning, fiskisúpa í boði Brims, harmonikkuleikur, þyrlubjörgun á sjó og fjöldi annarra skemmti- Rétt ákvörðun að renna blint í sjóinn Hátíðahöld sjómannadagsins í ár verða um margt sambærileg hátíðinni í fyrra, sem að sögn skipu- leggjenda gekk vonum framar. Þrátt fyrir töluverða óvissu sökum faraldursins var engu að síður ákveðið að láta slag standa og boða til fjölskylduhátíðar á Granda, ákvörðun sem skipuleggjendur sjá ekki eftir enda mættu tugþúsundir og gerðu sér glaðan dag í blíðviðrinu. Ekki er því við öðru að bú- ast en að öll geti fundið eitthvað við sitt hæfi á sjómannadeginum í ár. Elísabet Sveinsdóttir, sem hér sést, og Anna Björk Árnadóttir bera að öðrum ólöstuðum hitann og þung- ann af skipulagningu hátíðahalda sjómannadagsins. Í fyrra var fyrsta hátíðin eftir heimsfaraldur Covid og þótti takast afar vel. Mynd/Hreinn Magnússon meðal þess sem þar verður í boði í ár eru ýmsir fastir liðir á Sjómannadeginum; eins og reiptog, koddaslagur, keppni í sjómanni og dorgi, furðufiskasýning, fiskisúpa í boði Brims, harmonikkuleikur, þyrlubjörgun á sjó og fjöldi annarra skemmtiatriða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.