Úrval - 01.06.1945, Page 122

Úrval - 01.06.1945, Page 122
120 ÚRVAL þar enn; steinvirki voru enn á götum þorpanna og hvassir steinar á akbrautinni ómuldir af umferðinni; brunnir skrið- drekar og brotnir vagnar höfðu ekki verið færðir af þjóðvegin- um; kýrnar á engjunum, sem lágu afvelta með fæturna upp í loftið, voru svo nýlega dauðar, að ekki lagði enn af þeim neina nálykt; í kringum byssur óvin- anna lá enn ýmskonar farang- ur hermanna. Ég veit ekki hvemig á því stendur, en Þjóð- verjar virðast alltaf fara úr yfirhöfnum sínum, áður en þeir flýja eða falla. Af öllu þessu mátti greina, að orustan væri nýafstaðin — og einnig af nýlátnum hermönn- um, sem virtust aðeins sofa. Einnig var óhugnanleg kyrrð yfir öllu. Venjulega berst or- ustugnýrinn mílur vegar. En í hraðri sókn ríkir oft kyrð að baki. Þjóðverjar börðust af kappi, unz þeir sáu sér ósigur vísan; þá gáfust sumir upp, en aðrir flýðu langar leiðir. Skot- hríðin hætti. Orustuvélar okkar eltu óvinina, og þeir sem ekki tóku beinan þátt í bardaganum, drógust langt aftur úr. Það var ekkert nema verksummerkin, dauðar rústir og brakið, sól- skinið, blómin og þögnin. Manni fannst maður vera ákaflega einmana. Allt var dautt — menn, vélar og dýr — maður sjálfur var einn eftir á lífi. Einn eftirmiðdag ókum við um landssvæði eins og það, sem hér hefir verið lýst. Litlu sveita- þorpin voru rústir einar - átak- anlegar hrúgur rjúkandi rústa. Við ókum inn í þorpið Le Mesniltore, yndislegt þorp gam- alla steinbygginga. Það hafa ekki verið þarna meira en fimm- tíu hús og öll voru hrunin.Grjót og virflækjur tepptu allar göt- ur. Grásvartar húsatóftir log- uðu enn. Lík lágu á götunum og hjálmar og brotnir rifflar um- hverfis þau. Það var engin sál í þorpinu og þar ríkti dauða- kyrrð. Við stönsuðum um stund, en ókum síðan mílufjórðung eða svo út fyrir þorpið. Skurðirnir voru fullir af líkum. Við ókum kringum eitt, sem vantaði bæði höfuð, handleggi og fætur. Við störðum á þessa sjón og mæltum ekki orð. Við báðum ökumanninn að fara hægt, því að þögnin var tortryggileg. Eng- an lifandi mann var að sjá og enga hreyfingu. Þegar ég sá engan og heyrðí
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.