Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.2016, Page 23

Skinfaxi - 01.02.2016, Page 23
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 23 VILLTA VESTRIÐ! Vissir þú að.... KYRRÐIN Það má víða á Vestfjörðum finna alveg einstaka kyrrð. Vestfirðir hafa lengi verið paradís göngugarpa og er hægt að fara í margra daga ferðir og oft er hægt að ganga í heilan dag án þess að hitta nokkra lifandi sálu. Þurfir þú hvíld frá ys og þys hversdagslífsins gæti verið notalegt að setjast í fjöruna og slaka á og hlusta á náttúruhljóðin og ekkert annað. FJÖLL OG FIRÐIR Þeir sem heimsækja Vestfirði taka eftir bröttu fjöllunum og löngu fjörðunum. Það er einmitt þetta landslag sem gerir Vestfirði einstaka og er einnig stór þáttur í þeirri afþreyingu sem er í boði á svæð- inu. Fjöllin okkar eru fullkomin fyrir göngur að sumri og fyrir fjallaskíði að vetri og ættu flestir að gera fundið sér brekku við sitt hæfi. Firðirnir okkar veita gott skjól fyrir alls konar sjávartengda afþreyingu, bátsferðir, hvalaskoðun og kajakferðir. Á SJÓ Á Vestfjörðum eru oft kjöraðstæður fyrir alls konar ævintýri á og við sjó. Þröngir firðir veita gott skjól og gera okkur kleift að stunda sport eins og sjókajak. Mikið er um bátsferðir á Vestfjörðum og má þar nefna meðal annars sjóstangveiði, RIB-báta- ferðir og fuglaskoðunarferðir á bátum. - Það tekur þig rétt rúmlega tvo klukkutíma að keyra frá Reykjavík og inn á Vestfirði, það tekur um 5 tíma að keyra til Ísafjarðar. - Í Arnarfirði má finna margar tegundir sjóskrímsla og ef þú sérð þau ekki þar þá getur þú litið inn í Skrímslasafnið. - Á Vestfjörðum má finnar margar ljósar strendur. - Mesta arnarvarp Íslands er að finna í Reykhólahreppi. - Nær helmingur strandlengju Íslands er á Vestfjörðum. - Það er bundið slitlag alla leiðina frá Reykjavík til Ísafjarðar. - Það er flogið á þrjá áfangastaði á Vestfjörðum, Ísafjörð, Bíldudal og Gjögur.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.