Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.2016, Page 27

Skinfaxi - 01.02.2016, Page 27
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 27 ÍSAFJÖRÐUR Nafnið Ísafjörður átti forðum við um allt Ísafjarðardjúp en festist síðan við eyrina í Skutulsfirði sem var helsti verslunarstað- urinn á þessu svæði. Innst í Ísafjarðardjúpi er hins vegar fjörður sem ber nafnið Ísa- fjörður og veldur þetta gjarnan nokkrum heilabrotum hjá erlendu ferðafólki. Eyri í Skutulsfirði – Ísafjörður – er forn verslunarstaður, höfuðstaður Vestfjarða og tilheyrir nú hinu sameinaða sveitar- félagi Ísafjarðarbæ. Þar hefur verið stund- uð verslun öldum saman en strax á 16. öld komu kaupmenn frá Hamborg sér upp aðstöðu á eyrinni. Með tilkomu dönsku einokunarverslunarinnar var eyrin svo fest enn frekar í sessi sem miðstöð fiskveiða og verslunar. Eftir að einokuninni var aflétt störfuðu mörg gróskumikil útgerðar- og verslunar- félög á Ísafirði. Þeirra þekktast er án efa Ásgeirsverslun sem var langöflugasta einkafyrirtæki landsins á sínum tíma. Fyrir- tækið var með umsvifamikla útgerð, keypti fyrstu gufuskip sem Íslendingar eignuð- ust, hélt uppi farþega- og vörusiglingum um Ísafjarðardjúp og sigldi með afurðir sínar beint frá Ísafirði til markaðslandanna við Miðjarðarhaf. Ásgeirsverslun stóð fyrir ýmsum öðrum nýjungum svo sem fyrsta talsíma á milli húsa á Íslandi. Saltfiskur varð verðmætasta útflutnings- afurð Íslendinga á 19. öld og vinnsla hans varð undirstaða atvinnulífs á Ísafirði. Um aldamótin 1900 var Ísafjörður næststærsti bær landsins og í fararbroddi í mörgu er sneri að útgerð og sjávarútvegi. Til Ísafjarðar má m.a. rekja upphaf vél- væðingar fiskiskipaflotans sem og upphaf rækjuveiða við Ísland. Samhliða atvinnulífinu blómstraði einnig menningin í bænum. Tónlistin á sér þar ríka hefð og var Tónlistarskóli Ísafjarð- ar fyrsti tónlistarskóli landsins. Bókasafn var stofnað þegar árið 1889 og um tíma áttu Ísfirðingar eitt allra glæsilegasta leik- hús landsins, Templarahúsið, sem brann árið 1930. Ísafjörður hefur ótal margt að bjóða ferðafólki. Sjóminjasafnið í Neðstakaup- stað, í húsum einokunarverslunarinnar frá 18. öld, þykir eitt af skemmtilegustu söfn- um landsins en þar er einnig til húsa Harmonikusafn Ásgeirs Sigurðssonar. Í Gamla sjúkrahúsinu á Eyrartúni er bóka- safn, skjalasafn, ljósmyndasafn og metnað- arfullt listasafn. Ganga um gamla bæinn er líka á við bestu heimsókn á safn, ekki síst ef hið ágæta húsakort er með í för. Náttúran í kringum Ísafjörð er einstök og býður upp á fjölmargar frábærar göngu- leiðir við allra hæfi og ekki er verra að líða um kyrran hafflötinn á kajak. Í Tungudal er golfvöllur og fyrir þá sem leggja leið sína til Ísafjarðar að vetri er rétt að benda á skíðasvæðin í Tungudal og á Seljalands- dal. Sundhöllin á Ísafirði er gömul en vina- leg innilaug með heitum potti og gufu- baði. Frá Ísafirði eru reglulegar áætlunar- ferðir báta yfir í Hornstrandafriðlandið, til eyjarinnar Vigur og víðar. Snæfjallaströnd tilheyrir einnig Ísafjarðarbæ en þar er rekin eina ferðaþjónustan við norðanvert Djúp, í Dalbæ og þar er Snjáfjallasetur með sögu- sýningar. Á hverju ári fara fram metnaðarfullar menningarhátíðir á Ísafirði. Þar ber hæst klassísku tónlistarhátíðina Við Djúpið, leik- listarhátíðina Act Alone og sjálfa rokk- hátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður. Unnendur íþrótta og útivistar fá líka sitt á Skíðavikunni, Fossavatnsgöngunni og Mýrarboltanum ásamt Hlaupahátíð á Vest- fjörðum sem fram fer á Ísa- firði, Bolungarvík og í Dýrafirði.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.