Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2016, Síða 37

Skinfaxi - 01.02.2016, Síða 37
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 37 Gefa grunnskólum í Reykjavík snúsnú-bönd „Okkur langar til þess að börnin hafi gaman af því að hreyfa sig,“ segir Frímann Ari Ferdin- andsson, framkvæmdastjóri hjá Íþróttabanda- lagi Reykjavíkur (ÍBR) og boðberi hreyfingar. ÍBR ætlar að gefa öllum grunnskólum í Reykjavík snúsnú-bönd í Hreyfiviku UMFÍ svo börn- in geti skemmt sér í góðum leik. Skólarnir eru um 40 tals- ins og fær hver skóli gefins fimm bönd. Ef böndin eru bundin saman ná þau einn kílómetra. Allir hreyfa sig í Grundarfirði „Það er ókeypis í golf á golfvellinum í Hreyfi- viku UMFÍ og boðið upp á æfingagræjur fyrir byrjendur. En svo setjum við upp frisbígolfvöll, björgunarsveitin reisir klifurvegg og boðið verður í skokk og gönguferðir inn í Hrafnkels- staðabotn og fleiri góða staði,“ segir Sigríður Hjálmarsdóttir, menningar- og markaðsfulltrúi Grundarfjarðar- bæjar. Í líkams- ræktinni verða opnir hit-tímar. Í þeim verða margir vöðva- hópar teknir fyrir sem er víst algjör þrekraun. Boðið verður upp á hreyf- ingu fyrir alla aldurshópa. Skíðaganga og fuglaskoðun á Húsavík „Við bjóðum upp á alls konar hreyfingu,“ segir Kjartan Páll Þórarinsson, boðberi hreyfingar á Húsavík. Líkamsræktarstöðin Töff sport ætlar að vera með opna tíma fyrir bæjarbúa, boðið verður upp á sögugöngu um bæinn, golfklúbbur Húsavíkur verður með viðburð, hægt er að fara í frisbígolf, fuglaskoðun og hreyfa sig með skokk- og hjólahópi. Þá er frítt í sund og getur gönguskíða- fólk fetað spor á heiði. Hvað er í boði í Hreyfiviku UMFÍ? Fleiri og fleiri taka þátt í Hreyfiviku UMFÍ, ýmist sem boðberar hreyfingar eða þátttakendur. Á síðasta ári voru þátttakendur 40.000. Hér eru dæmi um viðburði í Hreyfiviku UMFÍ um land allt. Eins og sjá má ættu allir að geta fundið sína uppáhalds hreyfin- gu. Þetta er aðeins lítið brot af þeim fjölmörgu viðburðum sem verða í boði á hverjum degi í Hreyfivikunni. Hreyfivika UMFÍ 23.–29. maí Vesturbyggð / Patreksfjörður, Tálkna- fjörður og Bíldudalur/Barnavagnaganga og íþróttaæfingar fyrir mæður í fæðingar- orlofi, fjölskyldudagar íþróttafélaga, leikir fyrir börn og fullorðna, opnir tímar í íþróttahúsum, blak, ringó, zumba. Búðardalur / Hreyfistöðvar á ákveðnum stöðum fyrir þá sem hlaupa um bæinn, skipulagðar fjallgöngur og sund á eftir, þemadagar í Auðarskóla. Dalvík / Íþróttamiðstöð Dalvíkurbyggðar opnar alla líkamsræktartíma, frítt í ræktina, frítt í sund. Skokkhópar og gönguhópar bjóða fólki með. Raufarhöfn / Zumbakennsla Lundur í Öxarfirði / Zumbakennsla Reykjanesbær / Sveitarfélaga- keppni í sundi. Allir þeir sem synda eitthvað fara í pott og geta unnið árskort í sund. Hreyfivikan er hvergi eins Sigríður Hjálmarsdóttir, menningar- og markaðsfull- trúi Grundarfjarðarbæjar. Kjartan Páll Þórarinsson, boðberi hreyfingar á Húsavík. Frímann Ari Ferdinandsson, framkvæmdastjóri hjá ÍBR og boðberi hreyfingar. Hvolsvöllur / Ratleikur tvisvar í viku í sumar sem byrjar í Hreyfivikunni, skipu- lagðir göngutúrar leikskólabarna og vatnazumba í sundlauginni. Enginn má gleyma hinni sívinsælu og geysihörðu sundkeppni sveitarfélaga. Ölfus / Opnir hópatímar í líkams- ræktinni, fullorðinsfimleikar og jóga ásamt mörgu fleiru. Seyðisfjörður / Fjallgöngur tvisvar á dag og morgunjóga undir berum himni, pæjupúl og hlátur- jóga fyrir fjölskylduna. Seyðfirð- ingar stefna á verðlaunapall í sund- keppni sveitarfélaganna.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.