Verzlunartíðindi - 01.08.1962, Page 3
Verziunari/
1
HNDIN
MALGAGN KAUPMANNASAMTAKA ISLANDS
KLAPPARSTIG 26, 4. HÆÐ - SIMI 1 93 90
Kitstjóri: Jón Heigason
Ritnefnd: Jón I. Bjarnason,
Lárus Bl. Guðmundsson,
Sveinn Snorrason.
KAUPMANNASAMTÖK ÍSLANDS
Formaður: Sigurður Magnússon
Framkvæmdastj.: Sveinn Snorrason.
SÉRGREINAFÉLÖG:
Félag blómaverzlana
* Formaður: Hendrik Berndsen
Félag búsáhalda- og járnvörukaupmanna
* Formaður: Björn Guðmundsson
Félag húsgagnaverzlana
* Formaður: Ásgrímur P. Lúðviksson
Félag íslenzkra bókaverzlana
» Formaður: Lárus Bl. Guðmundsson
Félag ísl. byggingarefnakaupmanna
* Formaður: ísleifur Jónsson
Félag kjötverzlana
Formaður: Viggó Sigurðsson
* Fulltrúi: Þorvaldur Guðmundsson
Félag ieikfangasala
* Formaður: Páll Sæmundsson
Félag matvörukaupmanna
Formaður: Guðni Þorgeirsson
* Fulltrúi: Sigurliði Iíristjánsson
Félag söluturnaeigenda
Formaður: Hafiiði Þ. Jónsson
* Fulltrúi: Jón I. Bjarnason
Félag tóbaks- og sælgætisverzlana
Formaður: Þorsteinn J. Sigurðsson
* Fulltrúi: Ólafur Þorgrimsson
Félag vefnaðarvörukaupmanna
* Formaður: Edvard Frímannsson
Kaupmannafélag Akraness
Formaður: Grétar Jónsson
» Fulltrúi: Sverrir Sigurjónsson
Kaupmannafélag Hafnarfjarðar
Formaður: Stefán Sigurðsson
* Fulltrúi: Jón Mathiesen
Kaupmannafélag Keflavikur
og nágrennis
4 Formaður: Sölvi Óiafsson
Knupmannafélag Siglufjarðar
Formaður: Egill Stefánsson
* Fulltrúi: Björn Jónsson
Skókaupmannafélagið
Formaður: Lárus G. Jónsson
* Fulltrúi: Pétur Andrésson
Fulltrúi kaupmanna utan sérgreina-
félaga:
* Sigurður Ó. Ólafsson
Oddamaður, kjörinn af aðalfundi K.Í.:
* Sigurður Magnússon
* Fulltrúar í stjórn K. í.
PRENTSMIÐJAN ODDI H.F.
Samningsfrelsi
-í^'ú að undanförnu berast okkur hvarvetna fréttir um hækkun
^ launa. Fyrstu fréttirnar, sem okkur bárust af þessu voru til-
kynningar verkalýðsfélaga eða auglýsinga.r um ákveðna taxta, sem
taka ættu gildi eftir ákveðinn tíma. Á öðrum stöðum var um að
ræða samninga og svo er háttað í flestum tilvikum. Sa.mnings-
frelsið finnst okkur, sem við frjálst þjóðskipulag búum, sjálf-
sögð réttindi. Almenningur tekur samningsfrelsið eins og sjálf-
sagðan hlut. Þegar um samninga milli launþega og atvinnurek-
enda er að ræða, finnst ríkisvaldinu engin ástæða til þess að
hafa nein afskipti af. Þá segir stjórnvaldið: ef launþeginn þarf
meira og vinnuveitandinn getur greitt meira kaup, þá er það
þeirra mál að semja um það.
■E* f vinnuveitandinn vill ekki greiða hærra kaup en þörf iaun-
þegans er hins vegar svo mikil, hefur hann verkfallsrétt-
inn að baki sér til þess að knýja fra.m kröfu sína. Þessi þving-
unarréttur launþegans er líka viðurkenndur réttur í lýðfrjálsu
þjóðskipulagi.
•I^rú á dögum má segja að allar stéttir þjóðfélagsins hafi þenn-
an rétt, að einni undanskilinni. Kaupsýslustéttin er eina stétt
þjóðfélagsins, sem ekki fær sjálf að semja um sín kjör. Neytand-
inn er í raun og veru vinnuveita.ndi kaupsýslustéttarinnar. Ef
samræmi ætti að vera hér á milli kaupsýslustéttarinnar og ann-
arra stétta, ættu kaupsýslumennirnir að semja við neytendur um
vinnulaun sín. Þessum samningsrétti hefur löggjafarvaldið svipt
kaunsýslustéttina.
ík neyðartímum getur verið réttlætanlegt að setja skorður við
þessum samningsrétti stéttanna almennt. Slíkri neyðarráð-
stöfun má hins vegar aldrei beita eina stétt. Með því er verið að
mismuna borgurunum eftir því í hvaða stétt þeir standa, en slík
mismunun leiðir til þess aftur, að jafnrétti er ekki lengur fyrir
hendi, en jafnréttið er einn af hyrningarsteinum lýðræðisins.
Og svo slæmt sem það er að beita alls eina stétt slíkum þving-
unum á neyðartímum, er það hálfu verra á „normaltímum“, eins
og reyndin er nú hér á landi með gildandi verðlagsákvæði.
Tp^að er almennt viðurkennt meðal frjálsra þjóða, að frjálst
verðlag og samkeppni um verð og þjónustu sé bezta verð-
Iagseftirlitið, — með öðrum orðum í höndum neytendanna sjálfra
Hér úti á íslandi hafa kaupmenn jafnan mætt skilningsleysi
valdhafanna, þegar þeir hafa fært fram rök sín gegn verðlags-
ákvæðum á normaltímum. Einstrengingsháttur og pólitískar grill-
ur virðast hér alls ráðandi í þessum efnum, en vissulega mun
fi'jáls verzlun ekki gefast upp fyrr en hún nær fullri viðurkenn-
ingu hér sem annars staðar.
VERZLUNARTÍÐINDIN
51