Verzlunartíðindi - 01.08.1962, Blaðsíða 17
um árum, þá hefur ekkert verulegt átak verið gert
fram að þessu, enda hinn umræddi sjóður nú að upp-
hæð ekki nema um 18 þúsund krónur. Stjórn sam-
takanna ákvað því, eins og ykkur er öllum kunnugt,
að efna til happdrættis meðal meðlima sinna um
Volkswagen-sendiferðabifreið, í því skyni að afla hús-
byggingarsjóðnum frekari tekna. Fyrir nokkru er þessu
happdrætti lokið og fullnaðarskilagrein liggur nú fyr-
ir. Segja má, að við hefðum gert okkur vonir um að
árangur happdrættisins yrði öllu meiri en raun varð á,
en hins vegar verður þó líka að viðurkenna, að það
sem áunnist hefur verður að teljast allsæmileg byrjun
og ef áfrarn verður haldið á svipaðri braut á það stutt
í land, að Kaupmannasamtökin eignist sitt eigið hús-
næði. Hreinar tekjur af þessu happdrætti urðu um
120 þúsund krónur, þannig að til viðbótar hinum
fyrri sjóð, sem ég gat um, eru nú um 140 þúsundir í
húsbyggingarsjóði samtakanna. 1 sambandi við þetta
er svo rétt að vekja athygli á því, að nokkur sérgreina-
félög innan Kaupmannasamtakanna eiga í sínum fór-
um sérsjóði, sem ætla mætti að vilji væri fyrir hendi
að verja til kaupa á hentugum húsakynnum. Eg geri
ráð fyrir, að ef þessir sjóðir yrðu sameinaðir í einn,
þá væri ekki fjarri lagi að ætla, að í reiðufé væri fyrir
hendi um 250 þús. krónur og gefur þá auga leið, að
með t. d. viðlíka fjáröflun og þeirri sem við stóðum
fyrir á s. 1. vetri, ásamt ekki mjög stórri lántöku,
ætti að vera hægt að festa kaup á heppilegri húseign,
fyrr heldur en marga kannski grunar. Þar sem hús-
byggingarmálum samtakanna hefur miðað áfram eins
og ég hef hér í fáum orðum bent á, er nauðsynlegt að
skipa á vegum stjórnar samtakanna sérstaka húsbygg-
ingarsjóðsstjórn, sem gegndi því hlutverki fyrst og
fremst að halda áfram að vinna að eflingu sjóðsins og
sömuleiðis farið að líta í kringum sig með völ á heppi-
legu húsnæði og annast þær framkvæmdir, þegar þar
að kæmi. Verður það verk komandi stjórnar að koma
þessu hagsmunamáli frekar áleiðis.
Lífeyrissjóður verzlunarmanna.
Lífeyrissjóður verzlunarmanna starfaði eins og áður.
Á s.l. vetri var útrunnið kjörtímabil þeirra fulltrúa,
sem í sjóðsstjórninni hafa átt sæti frá byrjun, en það
eru þeir Hjörtur Jónsson og varamaður hans Björn
Ofeigsson. Þeir eru kosnir til þriggja ára í senn. Stjórn
samtakanna ákvað að endurskipa þá sem fulltrúa sína
í stjórn lífeyrissjóðsins. Hagur sjóðsins er góður en
skýrsla um starfsemi hans liggur frammi á skrifstofu
samtakanna.
Aðalfundur Verzlunarbanka Islands
var haldinn fyrir skömmu eins og ykkur öllum er
kunnugt. Að þessu sinni eins og jafnan áður lét stjórn
samtakanna aðalfund bankans og stjórnarkjör mjög til
sín taka, enda er það skoðun mín, að slíkt bera að
gera. Þessi stofnun er orðin til fyrir tilverknað okkar
samtaka og annarra og virðist ekkert eðlilegra en að
þau hin sömu samtök, sem að bankanum standa, hafi
áhrif á og ráði mestu um, hvernig málefnum bankans
er komið hverju sinni og beiti sér fyrir því að um hann
ríki ávallt samstaða og samhugur allra þeirra samtaka,
VERZLUNARTÍÐINDIN
65