Verzlunartíðindi - 01.08.1962, Qupperneq 12
gjaldastofnum þessum, að meðan veltuútsvörin voru
lögð á tekjuhlið fyrirtækjanna skyldi aðstöðugjaldið
leggjast á gjaldahlið þeirra. Aðstöðugjaldið skyldi
þannig taka af öllum vörukaupum sem fram hefðu
farið á skattárinu, án tillíts til þess hvort vörurnar voru
seldar eða ekki. I annan stað var sá fyrirvari um hæð
gjaldanna, sem verið hafði í sambandi við veltuút-
svörin og bannaði hækkun að hundraðshluta á veltu-
útsvörum frá því sem verið hafði 1960, felldur úr
gildi. Þá gerði frumvarpið einnig ráð fyrir því að að-
stöðugjald yrði lagt á fjárfestingarútgjöld fyrirtækis.
Nefndin lagði eindregið til að aðstöðugjaklið skyldi
miða við samanlögð rekstrarútgjöld vegna verðmætis-
aukningar, svo og fyrningarafskriftir samkvæmt ákvæð-
um skattlaga, ef hagnaður leyfir þær. Og ennfremur
var eindregið lagt til að sami fyrirvari væri hafður um
aðstöðugjöldin eins og áður var um veltuútsvörin,
þannig að aðstiiðugjald mætti ekki nema hærri hundr-
aðshluta heldur en veltuútsvar nam á hverjum stað
1960. Þá var ennfremur lagt til að eignarútsvar færi
aldrei hærra en 5 af þúsundi. Ennfremur var lagt til
að fellt væri niður ákvæði í 51. gr. frumvarpsins, sem
var mjög flókið og til þess fallið að leggja nýjar inn-
heimtukvaðir á atvinnurekendur.
Arangurinn af þessari viðleitni nefndarinnar til að
reyna að hafa áhrif á gang mála var sá, að ákveðið var
að aðstöðugjald skyldi miða við samanlögð rekstrarút-
gjöld atvinnurekstrarins, þar á meðal kostnaðarverð
seldra vara og notaðra hráefna svo og fyrningarafskrift-
ir samkvæmt ákvæðum skattalaga, en ef hins vegar fyr-
irtæki væri rekið með tapi, þá skyldi leggja aðstöðu-
gjaklið á tekjuhliðina. Hins vegar féllst löggjafinn ekki
á þá ábendingu, að miða aðstöðugjaldið við kostnað-
inn við verðmætisaukninguna eins og hefði þó verið
það réttasta, og mun aðallega hafa valdið því óttinn
við það, að prósenttalan á aðstöðugjaldinu þyrfti þá
að vera svo há. Ekki vildi löggjafinn fallast á að að-
stöðugjaldið mætti aldrei vera hærra heldur en veltu-
útsvarið var 1960, nema hjá sjávarútveginum, því að
fiskiðnaður og fiskveiðar njóta þessarar verndar. Aðrar
atvinnugreinar verðaaðeiga það undirsveitarstjórnum
á hverjum stað.
Að því er eignarútsvarið varðar, treysti löggjafinn
sér ekki til þess að lækka hámark eignarútsvarsins neð-
ar en í 1% eða 10 af þúsundi. Það var 1,5% eftir
gömlu útsvarslögunum.
Ekki er gott að segja um það fyrirfram, hve mikill
hagur er að þessari breytingu á útsvarslögunum
eða lögum um tekjustofna sveitarfélaga fyrir atvinnu-
reksturinn í landinu og verður reynslan að skera úr
um það. Hins vegar má telja líklegra að svo verði, ef
bæjarstjórnir, sem ákveða eiga hæð aðstöðugjaldsins,
halda sér innan þess ramma sem veltuútsvörin voru á
árinu 1960. Því svo virðist sem aðrar tekjur, það er úr
jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna landsútsvara og sölu-
skattsins, geti leyft það.
Fmmvarp til laga um tekjuskatt og eignarskatt.
Skattamálanefnd atvinnuveganna fjallaði lítillega
um frumvarp til laga um tekju- og eignarskatt og gerði
tilraunir til þess að fá gerðar á því leiðréttingar,
60
VERZLUN ART ÍÐIN DIN