Verzlunartíðindi - 01.08.1962, Qupperneq 23

Verzlunartíðindi - 01.08.1962, Qupperneq 23
Nýjung hérlendis - þrautreynt erlendis SpeciaL TILBUD 49.50 • 125.50 ANTONSON-AVERY merkimiðar/ verðmerkivél Fljótvirk og nákvæm verðmerkingarvél, tiltölu- lega ódýr, ómissandi í hverri kjörbúð, en mesta þarfaþing fyrir flestar teg- undir verzlana. ▼ Sjálflímandi, nettir verðmerkingarmiðar, með nafni eða slagorðum hvers fyrirtækis. Sören Mygind, íramkvæmdastjóri Dansk Köb- mandsinventar, sem mörgurn kaupmönnum hér er að góðu kunnur, var hér nokkra daga í sum- arleyfi um s.l. mánaðamót. Hann hafði með sér sýnishorn af verðmerkingargögnum þessum, sem hann kvað ryðja sér æ meira til rúms um gjörvalla Evrópu. Nokkrar tegundir slíkra verð- merkingarvéla eru þegar á markaðnum, en hr. Mygind skýrði frá því, að danskir kaupmenn hefðu að lang mestu leyti valið ofangreinda vél, bæði sakir þess hve einföld vélin er í öllum með- förum og fljótvirk, jafnframt því sem hún er hin ódýrasta. Vélin stimplar 5-stafa tölu, þ. e. hæsta verð kr. 999.99. Á vélinni er teljari, sem telur þá miða, sem stimplaðir eru, en það er mjög hentugt til þess að staðreyna einingar- fjölda í sendingum um leið og verðmerkt er. Vélin er handsnúin, og hvert mannsbarn getur stimplað allt að 150 miðum á mínútu. Verðinu er auðvelt að breyta með einu handtaki. Miðarnir eru sjálflímandi og límast á alla fleti úr hvaða efni sem er. Ef þess er óskað, er hægt að fá mið- ana prentaða með merki eða nafni fyrirtækis, ellegar slagorð. Sýnishorn af merkimiðum fylgir eintaki þessu, en sýnishorn af vélinni sjálfri er í skrifstofu K.Í., sem annast pantanir á vélinni íyrir þá kaupmenn, sem þess óska. - ▼ - VERZLUNARTÍÐINDIN 71

x

Verzlunartíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.