Verzlunartíðindi - 01.08.1962, Side 9
heildarsamtakanna, en slíkt er mjög mikil nauðsyn í
samtökum eins og þessum, sem samanstanda af mörg-
um félögum. —
Kjarasamningar við Verzlunarmannafélag
Reykjavíkur 1961.
Svo sem félögum er kunnugt voru lausir samning-
ar við Verzlunarmannafélag Reykjavíkur um kjör
verzlunar- og skrifstofufólks í Reykjavík þegar stjórn-
in tók við eftir aðalfundinn í fyrra. Hinn 29. maí
sendi Verzlunarmannafélag Reykjavíkur samtökunum
tillögur sínar um breytingar á gildandi kjarasamningi.
Voru breytingatillögur þessar mjög róttækar og fólu í
sér geysilega hækkun á launum afgreiðslu- og skrif-
stofufólks. Að jafnaði var um 30—40% hækkun að
ræða og jafnvel allt upp í 90% hækkun, auk þess var
gerð krafa um styttingu vinnutíma í sölubúðum,
þannig að vinnutíminn yrði styttur úr 48 stundum í
43 stundir á viku. Hinn 8. júní var boðað til almenns
fundar í Tjarnarkaffi, til að kynna félögum Kaup-
mannasamtakanna framkomnar kröfur Verzlunar-
mannafélagsins. Á þeim fundi var ennfremur gerð
ályktun, þar sem því var lýst yfir að óhugsandi væri
að mæta kröfum launþega verzlunarinnar um hækkuð
laun nema með hækkun verzlunarálagningar og taldi
fundurinn brýna nauðsyn á tafarlausri leiðréttingu
verðlagsákvæðanna. Af hálfu Kaupmannasamtakanna
sátu viðræðufundi út af kröfum verzlunarmanna, eins
og áður segir, þeir Isleifur Jónsson og Sveinn Snorra-
son og síðar bættust einnig við Björn Guðmundsson
og formaður samtakanna. Héldu viðræður áfram út
júnímánuð og fram í miðjan júlí, en hinn 14. júlí var
með fyrirvara samþykkt uppkast að nýjum kjarasamn-
ingi, sem byggður var á niðurstöðu samninganefnda
og sáttasemjara, sem fjallað höfðu um málið. Hinn 18.
júlí var haldinn almennur fundur Kaupmannasamtak-
anna í Tjarnarkaffi og voru samningarnir þar til um-
ræðu. Samningur þessi var gerður af hálfu Kaup-
mannasamtakanna með fyrirvara um samþykki al-
menns fundar og ennfremur með þeim fyrirvara af
hálfu samninganefndar vinnuveitenda, að leiðrétting
fengist á þágildandi verðlagsákvæðum.
Á fundinum 18. júlí kom fram tillaga um frestun á
samþykkt samningsuppkastsins, en frestunartillagan
var felld. Var samningsuppkastið síðan borið undir
atkvæði og samþykkt. Á stjórnarfundi nokkrum dögum
seinna eða 27. júlí v'oru kjarasamningarnir og sá fyr-
irvari, sem í þeim var, mjög til umræðu og taldi meiri
hluti stjórnarinnar, að rétt væri að láta fyrirvarann
ekki bitna á launastéttunum og greiða verzlunarfólki
um mánaðamótin kaup samkvæmt samningnum, án
tillits til þess, hvort niðurstaða hefði fengizt varðandi
lagfæringu á verðlagsákvæðum. Var þó ákveðið að
boða til almenns fundar til þess að félögum gæfist kost-
ur á að tjá sig nánar um það atriði. Var sá fundur
síðan haldinn 28. júlí í Leikhúskjallaranum. Þar var
borin fram tillaga um að fyrirvarinn yrði ekki gerður
virkur við kaupgreiðslur um mánaðamótin og var sú
tillaga síðan samþykkt. Samkvæmt þessum kjarasamn-
ingi hækkaði kaup almennt um 11% og upp í 16% en
nokkuð mismunandi eftir flokkum, svo og voru gerð-
VERZLUNARTÍÐINDIN
57