Verzlunartíðindi - 01.08.1962, Side 22
r ^
Yfír bíiSarborSíS
v_______________________________j
Ný húsgagnaverzlun var opnuð í Keflavík í
marzbyrjun. Hún er deild í sambandi við verzl-
unina Fons og hefur auk húsgagna bæði listmuni
og listaverk á boðstólum. Nýmæli við verzlunina
er að Sveinn Kjarval húsgagnaarkitekt verður þar
til viðtals tvisvar í mánuði og leiðbeinir viðskipta-
vinum.
Verzlunin Marteinn Einarsson & Co. átti 50
ára afmæli 16. apríl s.l. Hún er ein af stærstu og
þekktustu vefnaðarvöruverzlunum landsins —
margir hafa um dagana keypt góða flík „hjá
Marteini".
að Dugguvogi 3 í Reykjavík. Forstjóri fyrirtæk-
isins er Viggó Sigurðsson kaupmaður, en vinnslu-
stjóri Magnús Guðmundsson, sem lengi hefur
starfað hjá Síld og Fisk, en alls vinna um tuttugu
manns við kjötvinnslustöðina.
Verzlun Jóns Á. Mathiesen í Hafnarfirði átti
40 ára starfsafmæli 8. apríl s.l.
W. Channing frá Efnahagssamvinnustofnun-
inni í París var hér á ferð seinni hluta júlímán-
aðar og hélt námskeið fyrir vefnaðarvörukaup-
menn, á vegum Iðnaðarmálastofnunar íslands
og Sölutækni. Síðar gefst ef til vill tækifæri til
þess að skýra nánar hér í blaðinu frá þessari
heimsókn Mr. Channings, en hann er íslenzkum
kaupsýslumönnum að góðu kunnur af tveim fyrri
ferðum hans hingað til landsins.
Verzlunin Miðhús var opnuð að Vesturgötu 15
í byrjun apríl og selur alls konar barnafatnað og
barna- og unglingaskó.
Kjötver hf. heitir nýtízku kjötvinnslustöð, er
tók nýlega til starfa í nýrri verksmiðjubyggingu
Félag kjötverzlana og Félag kjötiðnaðarmanna
hafa í sameiningu stofnað til námskeiða fyrir
kjötiðnaðarmenn nú í sumar. — Kaj V. Andersen,
danskur ráðunautur, var fenginn hingað til lands,
að veita þeim forstöðu. Námskeiðin voru tvö og
stendur annað yfir nú, þegar blaðið er prentað.
Litla stúlkan mín!
Mundu að þetta
góða tannkrem
hjálpar þér til að
vernda tennurnar
þínar og sótthreinsa
hálsinn þinn.
fCo/ynos
tannkremið góða fæst í verzlunum um land allt.
DREIFINGU ANNAST:
éijíyf$0j&
r^eykja vik
70
VERZLUNARTÍÐINDIN