Verzlunartíðindi - 01.08.1962, Side 6

Verzlunartíðindi - 01.08.1962, Side 6
SK ATTAMALI N Verzlunartíðindin spyrja — fjármálaráðherra svarar Á síðasta Alþingi voru samþykkt ný skatta- og útsvarslög, er fela í sér veigamiklar endurbæt- ur. Koma lög þessi til framkvæmda þegar á þessu ári og miðast við síðasta framtal um tekjur síð- ast liðins árs. Frjálst framtak fagnar þeirri stefnu- breytingu í skattamálum, sem núverandi ríkis- stjórn hefur gert og fram kemur í lögunum. Of lengi hafði verið beðið eftir að leiðrétting feng- ist á því misrétti, sem löggjöfin skapaði, og jafn- lengi hafði verzlunarstéttin barizt fyrir því að réttlæti fengist. Á ríkisstjórnin þakkir skildar fyrir þá stefnubreytingu, er hér hefur orðið. Þrátt fyrir það, að löggjöf þessi sé til mikilla bóta, er þó enn galli á gjöf Njarðar. Við leið- réttinguna hefur ekki verið tekið nægilegt tillit til einstaklingsrekstursins. Tilraunir í þá átt að skapa meiri jöfnuð milli rekstursforma báru ekki tilætlaðan árangur að þessu sinni og var talið, að ef slíkar breytingar ætti að gera þyrfti til þess langan tíma til athugana og rannsókna, en það myndi tefja afgreiðslu laganna svo mjög, að ósennilegt væri að hægt yrði að afgreiða þau á þessu ári. Þeim, sem hafa með höndum einstaklings- rekstur finnst það vera í litlu samræmi við ákvæði stjórnskipunarlaga um jafnrétti þegn- anna gagnvart lögunum, er skattalöggjöf mis- munar þegnunum eftir því, hvaða rekstursform þeir kjósa fyrir atvinnurekstur sinn. Ójöfnuður- inn að þessu leyti kemur þó gleggst fram í hin- um illræmdu stóreignaskattslögum, og er tákn- rænt dæmi um virðingarleysi þeirra er lögin settu, gagnvart þegnunum. Verzlunarstéttin og aðrir, sem orðið hafa fyrir barðinu á þessu rang- læti, hljóta því að halda áfram baráttunni fyrir hinu stjórnskipulega jafnræði, og sleppa til þess engu tækifæri. Með þessar hugleiðingar að veganesti fóru Verzlunartíðindin þess á leit við fjármálaráð- herra, Gunnar Thoroddsen, sem haft hefur for- göngu um að koma á þeim endurbótum í skatta- löggjöfinni sem nú eru að koma til framkvæmda, að hann svaraði nokkrum spurningum sem hér fara á eftir: Gunnar Thoroddsen fj ármálaráðherra. ]) Hvað teljið þér að einkum hafi áunnizt með síðustu breytingum á skatta- og útsvarslöggjöf- inni? 2) Getur einstaklingsreksturinn vænzt þess í ná- inni framtíð, að hann fái fullt jafnrétti við önnur rekstursform? 3) Má nú vænta afnáms stóreignaskattslaganna og stöðvunar á framkvæmd þeirra, eftir að sýnt er orðið að framkvæmd laganna þýðir í raun og veru eignaupptöku hjá litlum hluta hinna upphaflegu gjaldenda? Svör fjármálaráðherra. 1) Þær breytingar, sem gerðar voru á síðasta þingi, verða að skoðast í beinu samhengi við endurbæturnar 1960. Merkustu þættina í hinni nýju skattalög- gjöf tel ég þessa: Gagnger nýskipan í framkvæmd skatta- mála, með ríkisskattstjóra og 9 skattstjórum í stað hins eldra kerfis með á þriðja hundrað undir og yfir-skattanefndum. Á 54 VERZLUNARTÍÐINDIN

x

Verzlunartíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.