Verzlunartíðindi - 01.08.1962, Blaðsíða 5

Verzlunartíðindi - 01.08.1962, Blaðsíða 5
SERGREINAFELOGIN Frá Félagi matvörukaupmanna. Aðalfundur Félags matvörukaupmanna var haldinn fimmtudaginn 26. apríl 1962. Fráfarandi formaður félagsins flutti ýtarlega skýrslu um störf félagsins á liðnu starfsári og urðu um hana nokkr- ar umræður. Guðmundur Ingimundarson, sem verið hefur formaður félagsins undanfarin 3 ár, baðst nú eindregið undan endurkjöri. Formaður félagsins var kjörinn Guðni Þorgeirsson og með honum í stjórn Reynir Eyjólfsson og Einar Eyj- ólfsson, Sigurliði Kristjánsson og Lúðvík Þor- geirsson, en tveir þeir síðast nefndu áttu að ganga úr stjórninni en voru báðir endurkjörnir. Sigurliði Kristjánsson var endurkjörinn full- trúi félagsins í stjórn Kaupmannasamtakanna, en Reynir Eyjólfsson var kosinn varamaður hans. Frá Félagi vefnaðarvörukaupmanna. Félag vefnaðarvörukaupmanna héft aðalfund sinn 7. maí s.l. — Árni Árnason, heiðursfélagi félagsins, stjórnaði aðalfundinum. Formaður, Sveinbjörn Árnason, ffutti skýrsfu um störf stjórn- arinnar á liðnu ári. Við stjórnarkjör óskaði fráfarandi formaður eindregið undan því að verða endurkjörinn og sömuleiðis þeir Þorsteinn Þorsteinsson í Vík, vara- formaður félagsins, og Ffalfdór Gunnarsson í Manchester, gjaldkeri þess, en þeir hafa báðir átt sæti í stjórn félagsins í meira en aldarfjórðung. Edvard Frímannsson var kosinn formaður fé- lagsins en með honum í stjórn eru Leifur Muller, Reynir Sigurðsson, Sóley Þorsteinsdóttir og Pétur Sigurðsson. Fulltrúi í ,stjórn Kaupmannasam- taka íslands var kjörinn Edvard Frímannsson og varamaður hans Leifur Muller. Stjórnin hefur skipt með sér verkum, þannig: Sóley Þorsteinsdóttir, varaformaður, Pétur Sig- urðsson, gjaldkeri og Reynir Sigurðsson, ritari. Stjórnin hefur þegar eftir aðalfundinn haldið einn fund og var þar tekin ákvörðun um að beita sér fyrir því í samráði við Iðnaðarmálastofnun íslands og félagið Sölutækni að koma á fót nám- skeiði fyrir vefnaðarvörukaupmenn. Verður nám- skeið þetta haldið í næsta mánuði. Frá Félagi húsgagnaverzlana. Félag húsgagnaverzlana hélt aðalfund sinn 11. maí s.l., en félag þetta var stofnað á s.l. hausti. Stjórn félagsins skipa Ásgrímur P. Lúðvíksson, formaður, en meðstjórnendur Guðmundur Guð- mundsson, Magnús Jóhannesson, Helgi Bergsson og Ragnar Björnsson. Formaður og þeir tveir hin- ir fyrrtöldu voru endurkjörnir í stjórnina. Full- trúi félagsins í stjórn Kaupmannasamtakanna er Ásgrímur P. Lúðvíksson en varamaður hans Helgi Bergsson. Frá Félagi búsáhalda- og járnvörukaupmanna. Aðalfundur Félags búsáhalda- og járnvöru- kaupmanna var haldinn föstudaginn 11. maí. Formaður félagsins, Björn Guðmundsson, flutti skýrslu um störf félagsins á liðnu starfsári. í stjórn félagsins voru kosnir Björn Guðmundsson, formaður, en meðstjórnendur Páll Jóhannesson og Sigurður Sigurðsson. Varamenn voru kjörnir þeir Jón Þórðarson og Bjarni Kristinsson. Fulltrúi félagsins í stjórn Kaupmannasamtak- anna var endurkjörinn Björn Guðmundsson og til vara Guðmundur Jónsson. Kaupmannasamtök íslands. Aðalfundur Kaupmannasamtakanna var hald- inn í Leikhúskjallaranum miðvikudaginn 16. maí s.l. Fundarstjóri var kjörinn Sigurður Óli Ólafsson alþingismaður, en fundarritari Björn Guðmundsson. Formaður samtakanna, Sigurður Magnússon, flutti skýrslu um störf þeirra á liðnu starfs- ári. Af skýrsfu formanns mátti ráða, að starf- semi Kaupmannasamtakanna hefur verið með mikfum blóma og þau látið mjög mörg mál til sín taka, en skýrslan er birt á öðrum stað í blað- inu. 16 félög eiga nú aðild að Kaupmannasamtök- unum og auk þess einstaklingar og nemur félaga- tala nú 507. Stjórn Kaupmannasamtakanna er þannig skip- uð, að hvert félag á sinn fulltrúa í stjórninni og auk þess er einn fulltrúi einstaklinga. Fulltrúi einstaklinga var endurkjörinn Sigurður Óli Ólafs- son alþingismaður á Selfossi, en oddamaður kjör- inn af aðalfundi Kaupmannasamtakanna Sigurð- ur Magnússon í Reykjavík. Á fyrsta fundi stjórnarinnar eftir aðalfund, sem haldinn var mánudaginn 21. maí, var fram- kvæmdastjórn kosin þannig: Formaður Sigurður Magnússon, varaformaður ísleifur Jónsson, ritari Björn Guðmundsson, gjaldkeri Jón Mathiesen. Framkvæmdastjóri Kaupmannasamtakanna er Sveinn Snorrason hrl. VERZLUNARTÍÐINDIN 53

x

Verzlunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.