Verzlunartíðindi - 01.08.1962, Blaðsíða 7
STOFNAÐ
IF
Kaxipmaniiafélag Isafjarðar
Fimmtudaginn 28. júní s.l. var haldinn stofn-
fundur Kaupmannafélags ísafjarðar. Til þess
tíma hafði ekki verið starfandi almennt kaup-
mannafélag á ísafirði, en þó höfðu nokkrir vefn-
aðarvörukaupmenn bundizt samtökum um sér-
hagsmunamál sín fyrir nokkrum árum.
Á s.l. vetri komu flestir kaupmenn á Isafirði
saman til fundar og var það einróma álit allra
fundarmanna, að brýn nauðsyn væri á því að þeir
stofnuðu með sér félag til þess að vinna að hags-
munamálum sínum. Var þá kosin 5 manna
nefnd til þess að vinna að undirbúningi félags-
stofnunar. í undirbúningsnefnd áttu sæti kaup-
mennirnir Jón Bárðarson, Kristján Tryggvason,
Gunnlaugur Jónasson, Aðalbjörn Tryggvason
og Ágúst Leós. Lauk nefnd þessi störfum og boð-
aði til fundar 28. júní s.l. eins og fyrr segir. Á
þessum fundi voru mættir flestir kaupmenn á
ísafirði og var þar gengið frá félagsstofnuninni,
en félagið heitir Kaupmannafélag ísafjarðar.
Er starfssvæði þess ísafjörður og nágrenni, það
er kauptúnin Hnífsdalur og Bolungarvík. Á
fundinum voru afgreidd lög fyrir félagið og
kosin stjórn þess. Stjórnina skipa Jón Bárðar-
son, formaður, en meðstjórnendur Gunnlaugur
Jónasson og Aðalbjörn Tryggvason. í varastjórn
voru kosnir þeir Kristján Tryggvason og Ágúst
Leós. Fundurinn ákvað að gerast aðili að Kaup-
mannasamtökum íslands, og var aðalfulltrúi
félagsins í stjórn Kaupmannasamtakanna kosinn
Jón Bárðarson, en varafulltrúi Kristján Tryggva-
son.
Á þessum stofnfundi félagsins voru mættir Sig-
urður Magnússon, formaður Kaupmannasam-
taka íslands og Sveinn Snorrason, framkvæmda-
stjóri þeirra, en Kaupmannasamtökin hafa að-
stoðað undirbúningsnefndina við undirbúning-
inn að félagsstofnuninni. Flutti Sveinn erindi um
stofnun og störf Kaupmannasamtakanna og
hinna einstöku aðildarfélaga þess frá upphafi, en
Sigurður Magnússon um þau verkefni, sem Kaup-
mannasamtökin og aðildarfélög þess ættu nú
helzt við að glíma og þau mál, sem úrlausnar
biðu í framtíðinni.
Mjög mikill áhugi ríkir meðal kaupmanna á
Isafirði um eflingu þessa nýja kaupmannafélags.
Afnám tekjuskatts af almennum tekjum
manna.
Hófleg skattlagning á atvinnureksturinn,
m. a. með afnámi veltuútsvara og möguleik-
um til eðlilegra afskrifta og endurnýjunar.
Einn útsvarsstigi lögboðinn um land allt.
Sveitarfélögum fenginn hluti söluskatts, til
þess að gera þeim kleift að lækka útsvörin.
Réttlát skattalög, heiðarleg framtöl, er það,
sem að er stefnt.
2) Enn eru ýmis atriði í skattalögum, sem þurfa
endurbóta við. Meðal þess, sem gera þarf, er
að veita atvinnurekstri einstaklinga réttindi
sambærileg þeim, sem félagsrekstur hefur,
um varasjóð, skatthámark o. fl. Ég hef falið
ríkisskattstjóra nánari athugun og undirbún-
ing þess máls.
B) Athuganir hafa farið fram á því, hvort unnt
væri að nema burt verstu annmarka þessara
ranglátu og rangsnúnu laga. Um niðurstöður
er ekki hægt að fullyrða neitt á þessu stigi.
Verzlunartíðindin þakka fjármálaráðherra svör
hans við framangreindum spurningum og þær
upplýsingar, er þar koma fram.
íslenzkir kaupsýslumenn og raunar landsmenn
allir fagna því, sem áunnizt hefur í því að skapa
réttlátari skattalöggjöf, þegnunum og þjóðarbú-
inu í heild til góðs og gera kröfu til þess, að unn-
ið verði markvisst áfram að endurbótum á þessu
sviði, unz fullu jafnrétti er náð.
VERZLUNARTÍÐINDIN
55