Verzlunartíðindi - 01.08.1962, Blaðsíða 8
Starfsemí
diaupmannasamiaka tJslands
Skýrsla Sigurðar Magnússonar
formanns á aðalfundi samtakanna
Góðir félagar, konur og karlar.
Um þessar mundir er liðið rétt eitt ár frá því mér
var sýndur sá trúnaður og traust af ykkar hálfu að
velja mig tii forystu í okkar fjölmennu samtökum,
Kaupmannasamtökum fslands. Við þetta tækifæri er
mér bæði ljúft og skylt að láta þess getið, að samstarf
við hina ýmsu stjórnarmeðlimi samtakanna, svo og
við forráðamenn hinna ýmsu sérgreinafélaga, hefur á
þessu eina ári verið með þeim hætti, að ég hefði vart
getað kosið mér það betra.
Verkaskipting í stjórn Kaupmannasamtakanna á síð-
asta ári var þannig: varaformaður ísleifur Jónsson,
ritari Björn Guðmundsson og gjaldkeri Jón Mathie-
sen.
Að venju skipaði svo stjórnin nokkrar nefndir sér
til aðstoðar og ráðuneytis í ýmsum málum og má í
því sambandi einkum geta eftirtalinna nefnda: rit-
nefnd Verzlunartíðindanna, en í henni áttu sæti Lárus
Blöndal Guðmundsson, Jón Ingi Bjarnason og
Sveinn Snorrason. Ritnefndinni er ætlað það megin
hlutverk að vera ritstjóranum til aðstoðar við efnis-
val og annað sem lýtur að útgáfu Verzlunartíðind-
anna.
í skattamálanefnd áttu sæti Haraldur Sveinsson og
Sveinn Snorrason. Hlutverk fulltrúa í skattamálanefnd
er að mæta fyrir hönd samtakanna og taka þátt í
samstarfi á milli hinna ýmsu atvinnugreina í sam-
bandi við breytingar og athuganir á skatta- og út-
svarslögum á hverjum tíma, en nú á þessurn vetri hafa
einmitt þessi mál verið til mjög rækilegrar meðhöndl-
unar bæði hjá ríkisstjórn og Alþingi og fyrir skemmstu
voru samþykkt ný lög í þessum efnum, sem fela í
sér allmiklar breytingar til batnaðar á skatta- og út-
svarsmálum fyrirtækja, en þeim atriðum munu gerð
nánari skil síðar.
í launakjaranefnd áttu sæti framkvæmdastjóri og
Isleifur Jónsson, en starfssvið launakjaranefndar er
að fjalla um kjarasamninga, sem á döfinni eru hverju
sinni, en á s. 1. sumri tóku gildi, eins og ykkur er
kunnugt, nýir kjarasamningar við Verzlunarmanna-
félag Reykjavíkur og mun verða vikið að þeim einnig
nánar hér síðar í þessari skýrslu.
I verðlagsmálanefnd áttu sæti Björn Guðmundsson,
Pétur Andrésson, Sigurliði Kristjánsson, Þorbjörn
Sigurður
Magnússon.
Jóhannesson og Þorgrímur Tómasson. Fulltrúum í
verðlagsmálanefnd er ætlað það hlutverk, að vera
stjórn samtakanna til ráðuneytis og aðstoðar við af-
greiðslu og meðhöndlun liinna margbreytilegu og við-
kvæmu verðlagsmála, að vera stjórninni til aðstoðar í
viðskiptum við verðlagsyfirvöld, bæði verðlagsstjóra,
verðlagsnefnd svo og viðskiptamálaráðherra. Verð-
lagsmálin voru mjög til umræðu á s. 1. starfsári og
urðu á verðlagsákvæðum meiri og róttækari breyting-
ar heklur en verið hafa um langt árabil og mun þeim
málum jafnframt verða gerð enn frekari og ýtarlegri
skil hér á eftir.
Félög innan Kaupmannasamtakanna eru nú alls
16 en auk þess allmargir einstaklingar. Láta mun
nærri, að aðilar að samtökunum, fyrirtæki og stofnan-
ir séu nálægt fimm hundruðum. A síðasta starfsári
gekk eitt nýtt félag í samtökin, Félag húsgagnaverzl-
ana, en formaður þess er Asgrímur P. Lúðvíksson.
Þessi aðalfundur er því hinn fyrsti, sem fulltrriar félags-
ins sitja og vil ég í því tilefni bjóða þá velkomna
og árna félagi þeirra og meðlimum þess allra heilla í
nútíð og framtíð. Við stofnun þessa félags er mér
kunnugt um, að forráðamenn félagsins liöfðu mjög
náið samstarf við framkvæmdastjóra okkar samtaka
og hefur hann að sjálfsögðu gætt þess að kynna skyld-
ur þeirra gagnvart samtökunum, hvaða fyrirgreiðslu
þeir ættu völ á með því að vera í okkar samtökum
og svo að sjálfsögðu hefur hann ennfremur gætt þess,
að lög félagsins væru í sem mestu samræmi við lög
56
VERZLUNARTÍÐINDIN