Verzlunartíðindi - 01.08.1962, Side 21

Verzlunartíðindi - 01.08.1962, Side 21
MAGNÚS GUÐMUNDSSON: etyucjlei&incjcir um verzlunargl uggaskreyt íngar EFTIR að Verzlunartiðindunum barst eftir- farandi grein Magnúsar Guðmundssonar hafa þau fregnað, að hann hafi stundað nám í blóma- og gluggaskreytingum við Beder- skólann hjá Arhus í Danmörku og lokið þaðan prófi. Siðan vann hann að útstilling- um og blómaskreytingum hjá verzlunum i Kaupmannahöfn hátt á þriðja tír, en kom heim til Islands í desember s.l. og hefur unnið i blómabuðinni Rósinni frá þvi. egar fólkið þarfnast vöru í einhverri mynd leitar það til verzlunarinnar og ef litið er yfir vöruþörf almennings, sjáum við að verzlan- ir hafa stóru hlutverki að gegna í þjóðfélaginu, enda hafa þær skipt með sér hlutverkum eftir því hvaða vörutegundir þær hafa fram að bjóða, eins og t. d. ýmis konar tæki til þess að létta störfin og að sjálfsögðu matvælin, sem við get- um naumast án verið, og svo allan fatnaðinn, sem er okkur til skjóls og hlífðar, og þá eigi sízt ýmislegt til að fegra og snyrta okkur og einnig í kringum okkur, innan húss og utan, — án efa eru tómstundir og hugðarefni bráðnauð- synleg. Notið gluggann betur. Hver einstök verzlun þarf að stuðla að því að kynna vörurnar fyrir kaupendum. Flestar verzl- anir eru svo úr garði gerðar að hafa sýningar- glugga, er létta kynningarstarfið til muna og ættu verzlanir að leggja meiri rækt við að nýta þá. Glugginn er hluti af verzluninni og ber fyrst við augu þeirra, er leið eiga fram hjá og er þar af leiðandi þýðingarmeiri en margur heldur. Sé vandað til gluggans og uppsetningu var- anna, er ég sannfærður um að það stuðlar að aukinni sölu fyrir viðkomandi verzlun, en aftur á móti sé glugginn lítið eða illa hirtur, er hætt við að hann virki fráhrindandi á væntan- lega viðskiptavini. í dag er fólkið oftast á hraðri ferð, þess vegna þurfum við að vinna þetta verk faglega, svo það skapi löngun hjá fólkinu til að stanza and- artak og líta inn til yðar og ræða um viðskiptin. Vandaður gluggi og skreyting hans. Um vandaða verzlunarglugga og skreytingu þeirra má rita margar bækur, en hér nefni ég nokkur atriði: A) Ljósaútbúnaðurinn þarf að vera svo úr garði gerður, að birtan nái niður á útstillinguna og lýsi hana upp. B) Litavalið á botni og veggjum gluggans þarf að vera í mótljósi við litina á vörunum til þess að þær verði sem mest áberandi; það þarf alltaf að hafa litasamsetninguna í huga, annars er hætt við að útstillingin missi marks. Gluggaskrey t ing. Stefna ber að því, að uppstillingin sjáist sem bezt utan frá götunni, helzt svo að hún veki athygli þeirra er aka fram hjá. Það færi vel á að tekið sé tillit til árstíðanna, sumarið er í nánd og því tilvalið að færa það inn í gluggana. Sem dæmi minnist ég á vefnaðar- vörur. Verzlunum, er hafa margvísleg efni skal bent á, að vafasamt er að setja of mikið út í gluggann, þar sem of margir litir og mismun- andi efni skemma sambygginguna í útstilling- unni. Skiptið um skreytingu og leggið faglega hönd við að finna þá liti og efni, er fara saman. Með því fáið þér heilsteyptari og meira áberandi út- stillingu; með því sýnið þér viðskiptavinum yð- ar, að þér hafið ávallt fjölbreytt vöruval. Magnús Guðmundsson. líankastræti 7 - Sími 16 400. VERZLUNARTÍÐINDIN 69

x

Verzlunartíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.