Verzlunartíðindi - 01.08.1962, Side 15

Verzlunartíðindi - 01.08.1962, Side 15
í þeim fulltrúar frá Félagi söluturnaeigenda, Félagi matvörukaupmanna, Félagi tóbaks- og sælgætisverzl- ana og auk þess formaður Ivaupmannasamtakanna ásamt framkvæmdastjóra. Niðurstaðan af störfum þess- ara funda var ályktun, sem stjórn Kaupmannasamtak- anna afgreiddi á fundi sínum 26. janúar s. 1. og síðan var send borgarstjóra og borgarráði. Er þar lagt til, að málum þessum verði í framtíðinni skipað á þann veg, að þeir sem undanþágu njóta megi verzla með takmarkaðar vörutegundir. Ffins vegar er iagt tii að sölustaðir þessir verzli ekki með aðrar vörutegundir á daginn heldur en þær sem þeim er heimilt að hafa á boðstólum á kvöldin samkvæmt undanþágum. Þá skuli verzlunarstaðir þessir vera skýrt aðgreindir frá öðr- um söiustöðum eða sölubúðum. Ennfremur er lagt til, að félagasamtökum kaupsýslumanna eða verzlana- eigenda verði veitt heimild til þess að hafa til skiptis opið til kl. 22.00 að kvöldi eftir hverfum og eftir því sem nánar yrði um samið. Ellegar öðrum sérgreinum verzlunarinnar væri heimilt að hafa sölubúðir opnar lengur eitt eða fleiri kvöld í viku heldur en nú tíðkast. Með því væri komið til móts við kröfur og þarfir neyt- enda til verzlunar utan hins lögboðna afgreiðslutíma í verzlunum eins og nú er. Borgarstjóri hefur tilnefnt Pál Líndal skrifstofu- stjóra til undirbúningsviðræðna um þetta atriði og hef ég tekið þátt í viðræðum þessu viðkomandi. Hvað svo sem segja má um þá ályktun, sem gerð hefur verið í þessu máli, má ljóst vera, að stjórn Kaup- mannasamtakanna hefur tekið á þessu máli á þann liátt að bezt sé fyrir heiidina. Það er brýn nauðsyn á að bót verði ráðin á því ófremdarástandi sem er og hefur skapazt í þessum málum. Ohjákvæmilegt er að hlusta og taka til greina þær vaxandi óánægjuraddir kaupmanna, sem hlíta verða ákvæðum um iokunar- tíma sölubúða. Samband K.í. við Dansk Köbmands Inventar a/s. Á s. 1. starfsári gerðu Kaupmannasamtökin sam- komulag við Dansk Köbmands Inventar a/s í Kaup- mannahöfn um að meðfimir Kaupmannasamtaka ís- lands skyldu verða aðnjótandi sömu þjónustu og kjara hjá Dansk Köbmands Inventar eins og danskir kaupmenn, sem eru meðlimir í Den frie köbmand. Eins og nafn fyrirtækisins ber með sér, hefur Dansk Köbmands Inventar á boðstólum og lætur í té kaup- mönnum hvers konar þjónustu í sambandi við búð- arinnréttingar og tæki hvers konar, sem nauðsynleg eru í sölubúðum. Fyrirtækið veitir ennfremur þá þjónustu að láta kaupmönnum í té, sem þess óska, teikningar eða hugmyndir um skipulag á verzlunum, innréttingu þeirra og fyrirkomulagi öllu. Eru slíkar tillögur og teikningar látnar í té við vægu verði eða 100 kr. danskar, en ef viðkomandi fyrirtæki kaupir jafnframt áhöld og tæki hjá hinu danska fyrirtæki fyrir meira en 500 kr. danskar, er teikniþjónustan og tillögurnar látnar í té endurgjaldslaust. Hafa nokkrir af félögum okkar þegar hagnýtt sér þessa þjónustu. Ennfremur hafa ýmsir af okkar félögum keypt hvers Canary Tbananar Daglega fullþroskaðir! Ti! sælgætis og matar! Bananar innihalda mikið af alhliða auðmeltanlegri fæðu, sem fullnægir fljótt orkuþörf líkamans og byggir upp mótstöðuafl gegn sjúkdómum. Bananar innihalda A, B, C og G-fjör- efni, ávaxtasykur, steinefni og fjölda annarra nauðsynlegra næringarefna. Kaupið fullþroskaða banana frá Bananasölunni. BANANASALAN Mjölnisholti 12 — Sími 198 90. VERZLUNARTÍÐINDIN 6S

x

Verzlunartíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.