Verzlunartíðindi - 01.08.1962, Blaðsíða 19

Verzlunartíðindi - 01.08.1962, Blaðsíða 19
urðu hér við land á s. 1. vetri. Aðdragandi þessa máls vár sá, að tveir ungir og duglegir meðlimir í Félági matvörukaupmanna komu að máli við mig og höfðu orð á, hvort ekki væri vel til fallið, að Kaup- mannasamtökin létu þetta mál til sín taka á eiml eða annan hátt og sýndu í verki vilja sinn til að verða þessu bágstadda fólki að liði. Þannig atvikaðist það, að við ákváðum að snúast á sveif með þessari fjár- öflunarnefnd og er það skemmst frá að segja, að nið- urstaðan varð sú, að haft skyldi jafnframt samstarf við önnur hliðstæð félagasamtök og urðu þar fyrir valinu Félag ísl. stórkaupmanna og Félag ísl. iðnrekenda. Aðilar frá þessum samtökum unnu ásamt okkur að þeirri fjársöfnun, sem efnt var til og kunnugt er um af fréttum. Árangur þessarar fjársöfnunar varð allgóð- ur og auðnaðist okkur að skila fjáröflunarnefndinni rösklega 183 þúsundum króna. Merki K.t. Af ýmsum málum sem við höfum haft til meðferð- ar og athugunar á s. 1. starfsári má meðal annars geta þess, að í athugun er tilbúningur á merki fyrir Kaup- mannasamtökin. Það mál er ekki komið það langt, að niðurstöður liggi fyrir ennþáogþvísíður hvernig vænt- anlegt merki skuli notað. Það eru uppi ýmsar raddir um með hvaða hætti það skuli notað. Mjög margir hall- ast að því, að ekki sé ástæða til að samtökin séu að gefa út merki sem menn beri í barmi sínum dags daglega, mikið sé af slíku frá hinum ýmsu félögum og meðlim- ir samtakanna séu meira og minna meðlimir í öðrum samtökum og beri þar af leiðandi þeirra merki. Ffins vegar virðast menn nokkuð einhuga um, að æskilegt sé að samtökin hafi yfir að ráða merkjum til að veita meðlimum sínum í viðurkenningarskyni fyrir mikið, langt og óeigingjarnt starf í þágu stéttarinnar. Sömu- leiðis hefur skotið upp kollinum þeirri hugmynd, að ekki væri úr vegi að merki samtakanna væri haft i frammi í hverju fyrirtæki og stofnun, sem meðlimur væri í okkar samtökum. Loks hefur komið fram sú hugmynd að t. d. á umbúðapappír, sem fluttur er inn til landsins í stórum stíl og notaður meira og minna af öllum meðlimum samtakanna, væri áprentað merki samtakanna, í auglýsingaskyni fyrir okkar starf og til að efla enn frekari samheldni okkar og samstöðu á sem flestum sviðum. Athugun á því hvers konar merki og hvaða hugmyndir komi til greina er haldið áfram og vænti ég að niðurstöður liggi fyrir áður en mjög langt um líður og mun þá stjórn samtakanna væntan- lega taka frekari afstöðu til þessa máls. Jóla- og nýárskveðjur. Um s. 1. áramót eða skömmu fyrir jól, gerði stjórn samtakanna með sér þá ályktun, að meðlimum sam- takanna skyldi gefinn kostur á að auglýsa jóla- og nýárskveðjur sínar sameiginlega undir merkjum sam- takanna. Með þessu móti mundi meðlimum okkar að nokkru komið til aðstoðar í þeirri látlausu ásókn ýmis konar blaða og tímarita um að fá að birta jóla- og nýárskveðjur, sem segja má að í mörgum tilfellum hafi lítið sem ekkert auglýsingagildi, en fyrst og fremst VERZLUNARTÍÐINDIN 67

x

Verzlunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.