Verzlunartíðindi - 01.08.1962, Qupperneq 16
konar verzlunaráhöld frá hinu danska fyrirtæki ýmist
beint eða fyrir milligöngu okkar. Væntum við þess, að
þetta samband sé til hagræðis félögum okkar.
Þegar er komið hingað til landsins mjög fjölbreytt
sýnishorn af þeim varningi sem Dansk Köbmands In-
ventar hefur á boðstólum og verða þau innan skamms
til sýnis á skrifstofu samtakanna.
Tollvörugeymslan hf.
Nú fyrir skömmu var stofnað hér í Reykjavík fyrir-
tækið Tollvörugeymslan hf., fyrir forgöngu Verzlun-
arráðs íslands. Stofnun þessa fyrirtækis á sér langan
aðdraganda, sem ekki skal farið út í að rekja hér.
Hins vegar skal á það lögð áherzla, að starfræksla
slíkrar tollvörugeymslu er mjög brýnt hagsmunamál
kaupsýslumanna, ef rétt er á haldið. Verzlunarráðið
hafði við undirbúning þessa máls samráð við Kaup-
mannasamtökin og at okkar hálfu var tilnefndur til
undirbúningsstarfa að þessu máli Sigurliði Kristjáns-
son, og síðar þegar að því kom að kjósa í stjórn fyrir-
tækisins, eftir að lokið var hlutafjársöfnun og öðrum
nauðsynlegum félagslegum undirbúningi, lögðu sam-
tökin jafnframt til, að Sigurliði yrði kosinn í stjórn
fyrirtækisins og á hann þar sæti. Ekki skal farið hér
út í að gefa neina skýrslu um eða rekja störf Toll-
vörugeymslunnar hf. fram að þessu, en hitt má ljóst
vera, að þetta mál hefur fengið meira og stærra snið
heldur en hinir bjartsýnustu þorðu í byrjun að gera
sér vonir um og er þess að vænta að árangurinn hér
eftir verði í samræmi við það og að þessu fyrirtæki
megi auðnast að skila verzlunarstéttinni og þjóðinni
allri því hagræði og gagni, sem allir vonast til að af
starfsemi fyrirtækisins megi leiða.
Ný húsakvnni K.I.
Um síðast liðin áramót varð breyting á húsnæði
samtakanna, með því að flutt var frá Laugavegi 22
og niður á Klapparstíg 26. Þar tóku Kaupmannasam-
tökin á leigu, í félagi við framkvæmdastjóra sinn,
húsnæði á IV. hæð, mjög vistlegt og rúmgott, og má
segja að aðstaða þar bæði til fundahalda fyrir hin
ýmsu félög og sömuleiðis öll vinnuaðstaða starfsfólks
samtakanna hafi batnað til stórra muna frá því sem
áður var. Enda þótt hið nýja húsnæði sé eitthvað dýr-
ara heldur en það sem við áttum áður við að búa, er
ég ekki í nokkrum vafa um, að hin bætta aðstaða
muni bæði í betri fundarsókn og þar með meiri
hlutdeild félagsmanna í félagsstarfinu, og sömuleiðis
bætt vinnuaðstaða, skila hinum aukna kostnaði aftur
margfaldlega. Enda þótt við með þessu höfum í bili
leyst úr aðkallandi húsnæðisþörf samtakanna, má
öllum vera ljóst að hið eina, sem varanlegt er í því
efni, er, að við eignumst okkar eigið húsnæði, vel
staðsett í bænum og hentugt til þeirrar starfsemi sem
innt er af höndum innan okkar samtaka. Stjórn sam-
takanna gerir sér að sjálfsögðu vel ljósa þessa stað-
reynd, og þess vegna var það á s. 1. vetri, að við ákváð-
um að gera nokkurt átak, sem verða mætti til að
flýta fyrir því að eigið húsnæði gæti orðið að veru-
leika. Enda þótt vísir að húsbyggingarsjóði sé til og
að því máli hafi verið unnið á nokkrum undanförn-
64
VERZLUNARTÍÐINDIN