Verzlunartíðindi - 01.08.1962, Side 10
KAUPMKNN
ATHUGIÐ!
Það er oé verður
hagkvæmast
aS verzla meS
EGILS
DRYKKI
# Þá drykki þekkir
kaupandinn
og biður ávallt um.
Hf. Ölgeröin
Egill Skallagrímsson
Ægisgötu 10.
Símnefni: Mjöður.
Sími 11390.
ar nokkrar aðrar breytingar, svo sem tilfærslur á milli
flokka, reynslutími styttur, en samningurinn að megin-
efni endurnýjaður eins og hann var áður. Til viðbót-
ar þessum kjarabótum má geta þess, að í samræmi við
ákvæði laga um launajöfnuð karla og kvenna kom
núna við s.l. áramót til framkvæmda fyrsta hækkun-
in til jöfnunar á kaupi kvenna. Er það fyrsti af sex
áföngum til launajöfnunar.
Verðlagsmál.
Þegar eftir að stjórnin tók við að loknum aðalfundi
í fyrra hófst hún handa um að hrinda áleiðis ályktun
siðasta aðalfundar í verðlagsmálum. Var ályktunin
send verðlagsyfirvöldum og viðskiptamálaráðuneytinu
og þess krafizt, að verðlagsákvæði væru þá þegar af-
numin. I framhaldi af því fóru fulltrúar samtakanna
á fund viðskiptamálaráðherra margsinnis, ýmist einir
sér eða með öðrum fulltrúum verzlunarinnar og var
þar gerð ítrekun á kröfu um afnám eða leiðréttingu á
þágildandi verðlagsákvæðum. Var síðan markvisst unn-
ið að því að fá leiðréttingu á verðlagsákvæðunum,
enda var nauðsyn þess nú ennþá meiri orðin vegna
þess að séð var, að ekki var hægt að standa á móti
kröfum verzlunarmanna um hækkuð laun. Var hafizt
handa um söfnun skýrslna um rekstur og afkomu fyr-
irtækja frá því ný verðlagsákvæði voru sett í ársbyrj-
un 1960. A niðurstöðum þeirra athugana voru síðan
gerðar skýrslur um afkomu meðal-fyrirtækis og á
grundvelli þeirra var samið erindi, sem sent var til
verðlagsnefndarinnar. Jafnframt var hafinn áróður til
jiess að sýna ráðamönnum og almenningi í hvert óefni
væri komið með þeim verðlagsákvæðum, sem í gildi
voru. Sendu Kaupmannasamtökin fulltrúa sína á fund
verðlagsnefndarinnar og ráðherra hvað eftir annað,
til að skýra nánar fyrir mönnum niðurstöður rann-
sóknarinnar. Hinn 31. ágúst í fyrra gaf verðlagsstjór-
inn út tilkynningu um breytingu á þágildandi verð-
lagsákvæðum og eru ykkur öllum kunnar hverjar þær
breytingar voru. I meginatriðum má segja, að breyt-
ingarnar hafi verið fólgnar í því, að allmargir vöru-
flokkar voru teknir undan verðlagsákvæðum og álagn-
ingin á þá gefin frjáls. í annan stað var um nokkra
hækkun að ræða í matvöruflokknum. Var að sjálfsögðu
af þessu nokkur bót, en leiðrétting þessi kom þó mjög
misjafnlega niður á verzlanir. Var stjórnvöldum þá
þegar bent á þetta misræmi, sem leiddi til þess, að jafn-
vel sumar sérgreinar verzlunar voru algjörlega afskipt-
ar. Var þegar gerð krafa um að leiðrétting yrði gerð
að því er tekur til álnavöru og ýmissa byggingarvöru-
og járnvöruflokka. Hefur krafa um endurskoðun að
þessu leyti verið ítrekuð, en niðurstaða er ekki feng-
in ennþá. Eftir síðustu áramót var enn á ný ítrekuð
krafan um leiðréttingu þeirra flokka verzlunarinnar,
sem afskiptir voru við leiðréttinguna 31. ágúst, en þau
erindi, sem verðlagsnefnd voru um það send, bíða enn
afgreiðslu hennar. Mun dráttur á afgreiðslunni einkum
liafa stafað af því, að verðlagsnefnd taldi eðlilegt áður
en endanleg afgreiðsla yrði gerð á erindunum, að
kanna hver þróun hefði orðið í verðlagsmálum í þeirn
vöruflokkum, sem undanþegnar voru verðlagsákvæð-
unum. Athugun á því mun þegar hafa farið fram,
58
VERZLUNARTÍÐINDIN