Verzlunartíðindi - 01.08.1962, Side 14
leggja vörudreifinguna í hverfinu. Hljóti það því að
verða til bóta, ef haft er samráð við kunnáttumenn í
sambandi við skipulagsmálin og engir séu betur til
þess fallnir að veita þeim, sem að sjálfu skipulaginu
vinna, ráðleggingar að þessu leyti, heldur en einmitt
sjálfir kaupsýslumennirnir, sem fram yfir aðra hafa
reynslu og þekkingu á þessum málum.
Starfsemi söluturna, afgreiðslutími sölubúða.
Eitt af þeim málum, sem stjórn Kaupmannasam-
takanna hefur nokkuð látið til sín taka á liðnu starfs-
ári er hið mikla og eilífa vandamál, sem leiðir af auk-
inni starfsemi söluturna og annarra þeirra sölustaða,
sem hafa undanþágu frá hinum almennu ákvæðum
um afgreiðslutíma í sölubúðum. Þróunin í þessum mál-
um hin síðustu ár hefur orðið sú, að sölustöðum þess-
um hefur fjölgað til mjög mikilla muna, og enda þótt
ákveðið hafi verið i leyfum til þessara sölustaða, hvaða
vörutegundir verzla megi með og þær mjög takmark-
aðar, þá hefur framkvæmdin orðið sú, að í raun og
veru má segja, að engar takmarkanir séu nú lengur á
því, hvaða vörutegundir verzlunarstaðir þessir selji.
Stöðugt háværari raddir frá félögum Kaupmannasam-
takanna krefjast þess, að Kaupmannasamtökin láti
mál þetta til sín taka. Segja má að engin vandkvæði
væru vegna þessa máls, ef framkvæmdavaldið fylgdi
í æsar þeim lagaboðum, fyrirmælum og skilyrðum, sem
sett eru fyrir leyfisveitingum. Lögregluyfirvöldin af-
saka sig með því að það brjóti í bága við réttarmeð-
vitund manna, ef gera ætti gangskör að því að fram-
fylgja leyfunum út í hörgul. Fyrir vikið hefur þróun-
in orðið sú, að mikill hluti af sölustöðum, sem undan-
þágunnar njóta eru í raun og veru orðnar matvöru-
verzlanir, sem opnar eru frá átta eða níu á morgnana
til hálf tólf á kvöldin alla daga jafnt. Sem vonlegt er
veldur þetta mikilli óánægju þeirra, sem matvöruverzl-
anir reka en ekki njóta undanþágu. Það segir sig
sjálft, hvaða afleiðingar það myndi hafa, ef allar verzl-
anir tækju upp þann afgreiðslutíma, sem unnt er nú
að fá með undanþágum. Það þýddi í raun og veru ekki
annað en það, að afgreiðslutími í verzlunum myndi
lengjast um rúmlega 100% frá því sem nú er og væri
það að sjálfsögðu til einhvers hagræðis fyrir hinn al-
menna neytanda. A hinn bóginn væri óhjákvæmilegt
annað en að launakostnaður myndi hækka að sama
skapi og verzlunarkostnaður annar hlutfallslega miðað
við það. En þegar tekið er tillit til heildarinnar gæti
þetta ekki haft nema að mjög óverulegu leyti veltu-
aukningu í för með sér. Þar af leiddi að fyrir heild-
ina verkaði slík lenging vinnutímans eingöngu sem
aukinn kostnaður og aukið erfiði án tekna. Með því
móti yrðu kaupmenn og verzlunarmenn gerðir að
þeim aðilum þjóðfélagsins, sem við lengstan og erfið-
astan vinnudag ættu að búa og minnst bæru úr být-
um. Af þessum sökum taldi stjórn Kaupmannasam-
takanna, að nauðsynlegt væri að vinna að því að ráða
einhverja bót á málum þessurn og finna þá lausn,
sem heildinni væri fyrir beztu og flestir gætu sætt sig
við. Voru síðan haldnir allmargir fundir og tóku þátt
r — ———-—— — ' 'l
- CLOBOX - TUiDlin
Fjólubláa blævatnið ,,CLOROX“ TIMBUR
inniheldur ekkert klórkalk né önn-
ur brenniefni og fer því vel með
þvottinn. ávallt
★ fyrirliggjandi
,,CLOROX“ er einnig óvið-
jafnanlegt við hreingerningar •
og til sótthreinsunar.
Heildsölubirgðir: Timburverzlun
Efnagerð Austurlands hf. Árna Jónssonar & Co. hf.
Sími 1280 — Keflavík. Sími 1 13 33 — Símnefni: Standard.
1— L
6?
VERZLUNARTÍÐINDIN