Verzlunartíðindi - 01.08.1962, Blaðsíða 13
einkum að meiri jöfnuður yrði á milli hinna einstöku
rekstursforma. I frumvarpi þessu eru lagðar miklu
þyngri byrðar á einstaklingsrekstur heldur en önnur
rekstrarform. Fulltrúar Kaupmannasamtakanna, Félags
ísl. stórkaupmanna og Fclags ísl. iðnrekenda lögðu á
það ríka áherzlu að frumvarpið yrði ekki afgreitt nema
að leiðrétting yrði gerð að þessu leyti. Hins vegar
fékkst ekki full samstaða um þetta innan sjálfrar
skattamálanefndarinnar og fulltrúar í nefnd þeirri
sem undirbúið hafði frumvarpið, svo og í nefndum á
Alþingi, er um frumvarpið fjölluðu, töldu ekki fært að
afgreiða frumvarpið á þessu þingi ef gera ætti á því
breytingar í þá átt. Ef slík breyting ætti að fara fram,
væri það ekki hægt án rækilegrar endurskoðunar og
umreikninga, sem tækju það langan tíma, að ekki væri
unnt að afgreiða málið á þessu þingi. I annan stað
þyrfti ennfremur að breyta ákvæðum laga um hluta-
félög og um samvinnufélög. Hljóta Kaupmannasam-
tökin að harma, að sú vinna, sem lögð hefur verið í
endurskoðun á lagabálki þessum nú á undanförnum
árum, skyldi ekki hafa orðið árangursríkari og leitt til
réttlátari lausnar að því er einstaklingsrekstur varðar.
Alyktun síðasta aðalfundar samtakanna, þar sem
skorað er á ríkisstjórnina og Alþingi að beita sér fyrir
afnámi stóreignaskattslaganna vegna hins hróplega
misréttis, sem framkvæmd þeirra veldur atvinnurekstri
landsmanna eftir rekstrarformum, var send bæði Al-
þingi og ríkisstjóm. Hin sameiginlega skattamála-
nefnd atvinnuveganna fjallaði ekki um það mál, en
hins vegar veittu Kaupmannasamtökin Félagi stór-
eignaskattsgjaldenda liðveizlu í því máli og mætti
framkvæmdastjóri okkar m. a. á fundum með fjár-
málaráðherra ásamt fulltrúum Félags stóreignaskatts-
gjaldenda.
Skipulag og staðarval verzlana
í nýjum borgarhverfum.
Eins og öllum sem til þekkja er kunnugt, virðist
mjög mikið handahóf hafa ráðið staðsetningu verzl-
ana víða í Reykjavíkurbæ. Stjórn Kaupmannasamtak-
anna hefur rætt þetta mál nokkuð á fundum sínum.
Á fundi stjórnar samtakanna hinn 26. janúar s. 1. var
gerð ályktun um það svohljóðandi: Stjórn Kaup-
mannasamtaka Islands ályktar að skora á borgarráð og
borgarstjórn Reykjavíkur að sjá svo um, að ávallt verði
haft fullt samráð við Kaupmannasamtök Islands um
skipulag og staðarval verzlana í nýjum borgarhverf-
um. Þessari ályktun fvlgdi einnig greinargerð, þar sem
segir að tilgangur áskorunarinnar sé tvíþættur. Áskor-
uninni er fyrst og fremst ætlað að stuðla að betri
skipulagningu um staðsetningar verzlana með það
fyrir augum að sem bezt verði fullnægt þörf bæjar-
búa til vörukaupa. I annan stað er áskoruninni stefnt
að því að gera tryggari afkomumöguleika þeirra, sem
við verzlun fást. Á það er ennfremur bent, að stað-
setning verzlunarstaðanna sé í sjálfu sér ekki nægi-
leg trygging fyrir því, að séð sé fyrir þörfum íbúa við-
komandi hverfis, heldur þurfi einnig að tryggja, að
þær verzlanir, sem ætlað er að reka í hverfinu hafi á
boðstólum allar þær vörutegundir, sem íbúar hverfis-
ins þurfa á að halda. Þannig þurfi einnig að skipu-
SANITAS - vörur
fyrir alla
KAUPMENN,
verið vel birgir af SANITAS-
Ávaxtasaltu:
JARÐARBERJASULTA
HINDBERJASULTA
BL. ÁVAXTASULTA
SVESKJUSULTA
APRIKÓSUSULTA I sérstaklega góðar
ANANASSULTA í grauta og tertur
BLÁBERJASULTA
APPELSÍNU MARMELADE
Gosdryltltjum:
APPELSÍN
ANANAS
GEISLI
GRAPE FRUIT
POLO
GINGER ALE
SÓDAVATN
SEVEN-UP
SANITAS HF.
SÍMI 3 53 50.
VERZLUNARTÍÐINDIN
61