Bókatíðindi - 01.12.2003, Page 18
ft SÍÐflSTfl SNÚNING
Eva og Adam
Á SÍÐASTA SNÚNING
Máns Gahrton
Myndir: Johan Unenge
Þýð.: Sigrún Á. Eiríks-
dóttir
Adam fer með Evu á
rokknámskeið en er sann-
arlega betri í boltanum.
Alexander svíkur bæði
hann og liðið og Eva vill
að Adam verði besti vin-
ur Tómasar sem er dans-
herra hennar. Hver er
með Önnu? Snúið! - Sög-
urnar um Evu og Adam
lýsa því þegar lífið er
dans á rósum og líka þeg-
ar allt virðist komið á síð-
asta snúning. Þær hittta
rakleitt í hjartastað. -
Bráðskemmtileg bók.
165 bls.
Æskan
ISBN 9979-767-24-3
Leiðb.verð: 2.590 kr.
Á SLÓÐ SKEPNUNNAR
Isabel Allende
Þýð.: Kolbrún María
Sveinsdóttir
Hörkuspennandi saga fyr-
ir unglinga og fullorðna
eftir einn ástsælasta rit-
höfund heims. Borgar-
barnið Alexander fer með
ömmu sinni, heimsfræg-
um vísindamanni, inn í
frumskóga Amason. Þar er
mikill mannfjöldi saman
kominn og allir leita hinn-
ar dularfullu skepnu. Leit-
in berst inn á svæði þar
sem síðustu ættbálkar
frumbyggja skógarins búa
og brátt verða Alexander
og nýja vinkona hans,
frumskógastúlkan Nadia,
vör við að ekki er allt með
felldu.
279 bls.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2462-7
Leiðb.verð: 2.990 kr.
Á SVEITABÆNUM
LEIKFÖNGIN MÍN
GÆLUDÝRIN
Jirina Lockerová
Þýð.: Jón O. Edwald
Hér er um að ræða 3
„nikkubækur", sem eru
Á SVEITABÆNUM
útdregnar harðspjalda-
bækur. Litlar hendur
munu njóta þeirra í gleði
og leik. Þetta eru sterkar
og endingargóðar bækur,
— og svo eru myndirnar
einstaklega fallegar af
dýrum á sveitabænum,
leikföngum og öllum
gæludýrunum.
Setberg
ISBN 9979-52-298-4
/-297-6/-296-8
Leiðb.verð: 650 kr. hver
bók.
AÐ TEMJA
DREKANN SINN
Cressida Cowell
Þýð.: Guðni
Kolbeinsson
Hér segir sögu sína Hiksti
Hryllifantur Hlýri III sem
var mjög athyglisverð
hetja á víkingaöld. Stríðs-
hetja, einstaklega vopn-
fimur og áhugamaður um
náttúrufræði. Hann var
kunnur um gjörvallan
heim víkinga sem „dreka-
hvíslarinn", vegna valds-
ins sem hann hafði yfir
þessum ógurlegu skepn-
um. - En það var ekki allt-
af þannig... - „Ætti að
vera skyldulesning hverr-
ar hetju sem á í basli með
að vera eins hetjuleg og
hún vildi.“ Bókavörður
víkingasafnsins. - Feikna-
lega fvndin bók!
224 bls.
Æskan
ISBN 9979-767-23-5
Leiðb.verð: 2.790 kr.
Bókabúð Lárusar Blöndal
Listhúsinu, Engjateigi 17-19 • 105 Reykjavík
S. 552 5540 • Fax 552 5560 • bokabud@simnet.is
16