Bókatíðindi - 01.12.2003, Síða 70
Þýdd skáldverk
SALMAN
RUSHDIE
ai
MIÐNÆTURBÖRN
Salman Rushdie
Þýð.: Árni Óskarsson
Indland fæddist þegar
klukkan sló tólf á mið-
nætti 15. ágúst 1947 og á
fyrsta klukkutímanum í
sögu landsins kom 1001
barn í heiminn. Þessi
miðnæturbörn voru öll
gædd sérstæðum hæfi-
leikum.
Tveir drengir fæddust
nákvæmlega þegar klukk-
an sló, Shiva og Saleem.
Þeim var hins vegar víxl-
að í fæðingu, annar lend-
ir hjá fátækum en hinn
hafnar hjá auðmannafjöl-
skyldu. I tímans rás verða
miðnæturbörnin Saleem
og Shiva svarnir fjendur
Miðnæturbörn er ein-
hver rómaðasta skáldsaga
20. aldar og gerði Salman
Rushdie heimsfrægan í
einu vetfangi. Hún hlaut
hin virtu Booker-verðlaun
árið 1981 og síðar Booker
of Bookers sem besta
verðlaunabókin. Miðnæt-
urbörn hefur ævinlega
verið valin ein af bestu og
áhrifamestu skáldsögum
allra tíma.
448 bls.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2455-4
Leiðb.verð: 4.990 kr.
mm i'j
Liza
Marklund
PARADÍS
PARADÍS
Liza Marklund
Þýð.: Anna R.
Ingólfsdóttir
Tveir karlmenn finnast
myrtir á hafnarbakkanum
í Stokkhólmi og ung kona,
Aida hefur naumlega
sloppið undan byssukúl-
unum. Auk þess er sígar-
ettufarmur upp á fimmtíu
milljónir sænskra króna
horfinn. Rannsókn þess-
ara atburða verður hið
stóra tækifæri Anniku
Bengtzon, blaðamanns á
Kvöldblaðinu, til þess að
fá uppreisn æru og í hönd
fer æsispennandi og
óhugnanleg atburðarás.
Liza Marklund er einn
vinsælasti glæpasagna-
höfundur á Norðurlönd-
um. Paradís er þriðja bók-
in í sjálfstæðri röð um
blaðakonuna Anniku
Bengtzon.
387 bls.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2418-X
Leiðb.verð: 1.599 kr.
Kilja
PAULA
Isabel Allende
Þýð.: Tómas R.
Einarsson
Þegar Paula, dóttir Isabel
Allende, veikist af illvíg-
um sjúkdómi og féll í dá
skömmu síðar settist
móðir hennar við rúm-
stokkinn hjá henni og hóf
að rita henni bréf sem
hún gæti lesið þegar hún
vaknaði. Smám saman
varð til bók þar sem jafn-
hliða er rakin átakanleg
sjúkdómssaga Paulu og
skrautleg fjölskyldusaga
þeirra mæðgna þar sem
Isabel sjálf, móðir hennar
og Paula eru í brenni-
depli.
Þetta er heillandi saga,
full af persónutöfrum
skáldkonunnar sjálfrar.
336 bls.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2416-3
Leiðb.verð: 1.599 kr.
Kilja
PÍANÓSTILLIRINN
Daniel Mason
Þýð.: Halla Sverrisdóttir
Ungur píanóstillingamað-
ur fær það óvenjulega
verkefni að ferðast inn í
frumskóga Burma, við lok
19. aldar, til að stilla flyg-
il £ eigu sérviturs læknis
sem ílenst hefur í þessu
framandi landi. Píanó-
stillirinn heldur upp í
ferðina, sem á eftir að
reynast í senn heillandi
og háskaleg og umbylta
sálarlífi hans. Þessi skáld-
saga hefur hlotið mikið
lof austan hafs og vestan,
sem einstök frumraun
ungs höfundar. Hún býr
yfir óvenjulegu seið-
magni og er á köflum
ævintýri líkust.
320 bls.
Vaka-Helgafell
ISBN 9979-2-1713-8
Leiðb.verð: 4.690 kr.
RISTAVÉL
Jan Sonnergaard
Þýð.: Hjalti
Rögnvaldsson
Þessi bók heitir Ristavél.
Hún fjallar um ást. Um
ofbeldi. Um hljómplötu
og koparstungur. Hún
fjallar um William. Um
gjaldþrot, þjófnað og
útvíðar buxur.
Ristavél er fyrsta bók
danska rithöfundarins Jan
Sonnergaard. Bókin varð
samstundis metsölubók í
Danmörku enda eru fá
dæmi um jafnstórkostleg-
ar viðtökur danskra gagn-
68