Bókatíðindi - 01.12.2003, Side 74
Þýdd skáldverk
STÚLKA MEÐ
PERLUEYRNALOKK
Tracey Chevalier
Þýð.: Anna María
Hilmarsdóttir
Griet ræðst sem þjónustu-
stúlka á heimili flæmska
listmálarans Johannes
Vermeer í Delft árið 1664.
Líf hennar vandast þegar
Vermeer lætur hana sitja
fyrir hjá sér. Stúlka með
perlueyrnalokk hefur far-
ið sigurför um heiminn.
Kvikmynd, byggð á bók-
inni, með Colin Firth í
einu aðalhlutverkanna, er
væntanleg.
243 bls.
PP Forlag
ISBN 9979-760-5-24
Leiðb.verð: 3.490 kr.
STUNDIRNAR
Michael Cunningham
Þýð.: Þorbjörg Bjarnar
Friðriksdóttir
Undurfögur saga um um
einn dag í lífi þriggja
kvenna sem lifa á ólíkum
tímum. Sögur þeirra flétt-
ast saman á undursamleg-
an hátt yfir tíma og rúm,
þar sem andi skáldkon-
unnar Virginíu Woolf og
verka hennar svífur yfir
vötnum. Allar leita þær
að tilgangi lífsins, oft á
barmi örvæntingar.
Bókin kom fyrst út í
Bandaríkjunum 1998 og
var valin besta skáldsaga
ársins og hlaut hin virtu
Pulitzer verðlaun.
Eftir henni var gerð
kvikmyndin The Hours
sem fékk fjölda tilnefn-
inga til Óskars-verðlaun-
anna og Nicole Kidman
hlaut Oskarínn fyrir túlk-
un sína á Virginíu Woolf.
240 bls.
Fjölvi
ISBN 9979-58-357-6
Leiðb.verð: 3.480 kr.
ALICE SEBOLD
SVO FOGUR BEIN
„SnjöII.glffsiIcga skrifuö
ojj urafram allt spennandi."
SVO FÖGUR BEIN
Alice Sebold
Þýð.: Helga
Þórarinsdóttir
A leið heim úr skóla mæt-
ir Susie Salmon, fjórtán
ára gömul stúlka, morð-
ingja sínum, og frá
himnaríki fylgist hún
með fjölskyldu sinni og
vinum takast á við reiði,
sorg og söknuð. Öll reyna
þau á sinn hátt að afbera
hina skelfilegu martröð.
Hér spinnur höfundur
spennandi söguþráð úr
sársaukafullu efni sem
rígheldur lesandanum
allt til loka. Þetta er
undraverð bók sem sýnir
tilveruna frá óvenjulegu
sjónarhorni. Hún hlaut
ABBY-verðlaunin 2003 -
verðlaun breskra bóksala.
328 bls.
JPV ÚTGÁFA
ISBN 9979-775-73-4
Leiðb.verð: 3.980 kr.
ÆVINTÝRI ARTÚRS
GORDONSPYM
Edgar Allan Poe
Þýð.: Atli Magnússon
Þetta er ein magnaðasta
saga Edgars Allans Poe,
skáldsins sem hvað dýpst
hefur kafað í hið myrka
og dulúðuga í mannshug-
anum. Sagan gerist árið
1827 þegar söguhetjan fer
á sjóinn sem laumufar-
þegi um borð í hvalveiði-
skipi. Fyrr en varir steðja
að hinar margvíslegustu
hættur - uppreisn um
borð, fjöldamorð, óveður,
skipreiki, hungursneyð
og mannát. Um síðir ber
Pym og félaga hans, indí-
ánann Peters, alla leið til
suðurheimskautsins, eftir
að hafa sloppið úr greip-
um villimanna á undra-
eyjunni Tsalal. Öll ein-
kennist frásögnin af
mögnuðum raunveru-
leikablæ, mitt í veröld
þess ótrúlega og furðu-
kennda. Sígilt bók-
menntaverk en æsispenn-
andi um leið.
192 bls.
Skjaldborg
ISBN 9979-57-553-0
Leiðb.verð: 3.890 kr.
ÞRIÐJI TVÍBURINN
Ken Follett
Þýð.: Geir Svansson
Ung vísindakona gerir
ótrúlega uppgötvun þegar
hún rannsakar arfgenga
árásargirni. Fljótlega
verður hún þó vör við
hindranir og fær ríka
ástæðu til að óttast um líf
sitt. Þriðji tvíburinn er
hörkuspennandi bók eftir
metsöluhöfundinn Ken
Follett sem hér er svo
sannarlega í sínu besta
formi. Sagan er grípandi
og hrífur lesandann með
sér frá fyrstu síðu. Nú
endurútgefin í kilju.
437 bls.
Vaka-Helgafell
ISBN 9979-2-1696-4
Leiðb.verð: 1.599 kr.
Kilja
72