Bókatíðindi - 01.12.2003, Síða 93
ar af viðhorfum kristni og
kirkju, en eru jafnframt
gagnmerkar heimildir um
almenna sögu og menn-
ingu þjóðarinnar á forn-
um tímum. Sögum
dýrlinganna Þorláks og
Jóns fylgja frásagnir af
kraftaverkum þeirra, svo-
nefndar jarteinahækur,
sem bera vitni um ein-
læga trú og bregða birtu
inn í daglegt líf þjóðar-
innar á miðöldum. Flest-
ar eru biskupasögurnar
afbragðsvel skrifaðar og
skemmtilegar aflestrar.
Hér eru þær gefnar út
með neðanmálsskýring-
um sem í senn eru
alþýðlegar og fræðilegar.
Hverri sögu fylgir ítarleg-
ur formáli þar sem gerð er
grein fyrir einkennum
hennar, fólkinu sem frá er
sagt og sambandinu við
önnur forn heimildarrit.
cccxciii + 395 bls.
Hið ísl. fornritafélag
Dreifing:
Hið ísl. bókmenntafélag
ISBN 9979-893-15-X
Leiðb.verð: 6.990 kr.
biskupa sögur i-iii
011 saman í gjafaöskju,
tilvalin tækifærisgjöf, til-
boðsverð.
Biskupa sögur bindi I,
II og III eru einnig fáanleg
stök, ásamt 20 öðrum rit-
um í flokki íslenzkra
fornrita.
Hið ísl. fornritafélag
Dreifing:
Fræði og bækur almenns efnis
Hið ísl. bókmenntafélag
ISBN 9979-893-94-X
Leiðb.verð: 14.990 kr.
BJÓRKOLLUR
Þorgeir Valur Ellertsson
Þessi bók er skyldueign
allra sem halda og sækja
partý eða veislur. I bók-
inni er að finna mikinn
þölda uppskrifta af skot-
um, hanastélum og boll-
um.
Bókin hefur að geyma
stórt safn drykkjuleikja
auk samkvæmisleikja
sem koma hvaða sam-
komu sem er á flug. Auk
þessa er að finna ýmsan
fróðleika sem höfundur
hefur safnað í gegnum
tíðina og ætti að nýtast
öllum áhugamönnum um
skemmtilega barmenn-
ingu.
109 bls.
Þorgeir Valur Ellertsson
ISBN 9979-60-896-X
Leiðb.verð: 2.400 kr.
BORGARBROT
Sextán sjónarhorn á
borgarsamfélagið.
Ritstj.: Páll Björnsson
Á síðustu árum hefur
áhugi fræðimanna og
almennings hér á landi á
þróun og framtíð borga
vaxið jafnt og þétt. Hér er
að finna sextán greinar
um ólíka þætti borgar-
sanifélagsins hérlendis og
erlendis, enda tengjast
höfundarnir mismund-
andi sviðum, t.d. sagn-
fræði, bókmenntafræði,
skipulagsfræði, land-
fræði, þjóðfélagsfræði,
afbrotafræði, menningar-
fræði, listfræði og vís-
indasagnfræði. I greinun-
um er m.a. fjallað um þró-
un þéttbýlis, þ.á m. yfir-
burðastöðu Reykjavíkur á
20. öld og framtíð borgar-
innar í nýju alþjóðlegu
umhverfi. Einnig kemur
einkabílavæðingin við
sögu og áhrif hennar á
samskipti fólks og skipu-
lagsmál, og þá eru skáld-
aðar borgir og flókin
tæknikerfi greind, svo fátt
eitt sé nefnt.
224 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 9979-54-554-2
Leiðb.verð: 3.490 kr.
BRUNABÓTAFÉLAG
ÍSLANDS 1917-2000
Þórður H. Jónsson
I bókinni er rakin saga
félagsins og aðdragand-
inn að löggjöfinni um
Brunabótafélag íslands,
en félagið hóf starfsemi
sína 1. janúar 1917. í
upphafi hafði það einka-
rétt á brunatryggingum
húseigna utan Reykjavík-
ur. Eftir lagabreytingu á
sjötta áratugnum féll
einkarétturinn niður og
félagið hóf harða sam-
keppni á tryggingamark-
91